Mismunandi stórar gjafir.

Alla tíð frá hruni hafa íslenskir ráðamenn verið að fást við fjármálaöfl, sem höfðu búið til Daemoklesarsverð yfir höfuðsvörðum íslensks efnahagslífs, sem fékk heitið "snjóhengjan." 

Með rangri vaxtastefnu hafði þessum öflum verið gefinn kostur á að eignast kjörstöðu þeirrar hótunar, sem fólst í eign þeirra í hinum gríðarlegu fjármunum, sem safnað hafði verið saman í snjóhengjuna. 

Í níu ár hafa íslenskir ráðamenn orðið að ráða fram úr því hvernig hægt væri að fást við þessa ógn jafnframt því að taka erfiðar ákvarðanir um það kjör í samningum við gjaldþrota eða illa stödd fyrirtæki,-  ákvarðanir réðu því hvort og hvernig þau héldu áfram starfsemi eða færu í algert gjaldþrot.

Slíkar ákvarðanir stjórnvalda og aðrar hliðstæðar undanfarin ár, svo sem samningar við kröfuhafa, eru ætíð umdeilanlegar.

Ævinlega hafa menn verið að reikna út hve miklir fjármunir hafa verið "gefnir" og engir hafa sloppið við þessa gagnrýni. 

Augljóst er að ekki var hægt að komast í gegnum þetta erfiða tímabil nema að þurfa að ganga í gegnum samninga. 

Spurningin aðeins verið, hvort í einhverjum tilfellum hafi verið gefið of mikið eftir. 

 


mbl.is „Special price for you,“ segir Sigmundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur not very nice,
he is at a special price,
not so hot,
far he got,
but not again he will rise.

Þorsteinn Briem, 12.3.2017 kl. 21:15

2 identicon

Sigmundur er bara óánægður með að konan hans skuli ekki fá sömu kjör og þessir aðilar.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.3.2017 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband