Mál í heimsklassa, því miður.

Guðmundar- og Geirfinnsmálin voru ekki aðeins stærsta sakamál allra tíma á Íslandi, heldur á heimsmælikvarða. 

Því að þótt íbúar Íslands myndu komast fyrir í einu hverfi í erlendri borg, er málavafstrið orðið það langdregið og mikið og dramatíkin og fáránleikinn með eindæmum, að þetta er mál sem getur hvorki dáið né horfið í djúp gleymsku í sæg sakamála heimsins. 

Synd væri að segja að kvikmyndir, bækur, sjónvarpsþættir og blaðagreinar um þetta mál séu góð landkynning fyrir okkur. 

Meðal ötulla þátttakenda í málrekstrinum voru menn í ríkisstjórn og á Alþingi um gervalla kima þjóðfélagsins, auk þess sem kynt var af alefli undir fjölmiðlafárið. 

Það eru ekki aðeins erendir kvikmyndargerðarmenn sem vinna að 90 mínútnna heimildamynd, sem nú heiðra okkur með nærveru sinni, heldur fleiri erlendir fjölmiðlamenn, sem ég hef haft spurnir af. 


mbl.is Guðmundar- og Geirfinnsmálin á Netflix
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband