"Séríslenskar aðstæður"?

Eitt af því, sem vekur athygli í umferðinni hér á landi eftir að hafa kynnst umferðinni í nágrannalöndunum, er hið mikla kæruleysi og oft tillitsleysi og frekja, sem hér virðist miklu algengara en erlendis.Lagt í stæði

Í gegnum árin hafa verið birtar margar myndir hér á síðunni til að sýna dæmi um þetta, og hér kemur ein.

Jeppanum, lengst til hægri á þessari mynd, er lagt þannig, að það sé öruggt að hann taki rými sem tveir bílar kæmust annars auðveldlega í. Stæðið fyrir framan hann er of lítið fyrir meðalstóran bíl, og stæðið fyrir aftan hann líka, nema að þeim bíl sé lagt þannig að hann standi á hluta til á stæðinu fyrir hreyfihamlaða, sem er blámálað. 

Afstaða bílsins til næsta stæðis fyrir aftan hann sýnir, að hann getur ekki afsakað sig eftir á með því að áður en ljósmyndin var tekin hafi staðið þar annar bíll, sem hafi neytt hann til að leggja eins og hann gerði.

Ekki nema þeim bíl hafi verið lagt þannig að hann næði inn á stæðið bláa, sem er sérmerkt fyrir fatlaða.  

Tengd frétt á mbl.is er táknræn fyrir það rugl, öllum til vandaræða, sem íslenskir bílstjórar hafa vanið sig á.  

Sumir reyna að afsaka þetta með því að aðstæður knýi þá til þess arna, og er þá stutt í hina klassísku afsökun, sem felst í orðunum "séríslenskar aðstæður."  

Og það má kannski segja að hér ríki séríslenskar aðstæður, en ekki beint vegna aðstæðnanna sjálfra, heldur er það hegðun "séríslenskra ökumanna" sem skapa þessar aðstæður. 


mbl.is Bílum illa lagt og tillitsleysi algengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Er nú ekki sammála þessu Ómar.

Ég ók á meginlandi Evrópu í 29 ár og get fullyrt að hér á landi er umferðarmenning ekki verri en annars staðar. Hún er einungis aðeins öðruvísi. Mest vegna þess að hér hefur verið meira pláss, eða þar til að kommúnistar Reykjavíkurborar ákváðu að umturna borginni til hins miklu verra og gera öllum lífið sem mest óþarflega leitt í borginni.

Annað sem er öðruvísi er það að hér er tíma- og fjarlægðarskyn annað en í löndum þar sem 70 prósent þjóðarinnar býr ekki undir sömu ostaklukku, sem skekkir tímaskyn, fjarlægðarviðmið og þolinmæði miðað heim þeirra sem þurfa að aka mun lengri leiðir til vinnu og athafna.

Og svo líka það að víða erlendis hafa menn gefist upp, þeir vita að þeir komast ekkert áfram og að vega og gatnakerfi Evrópulands þeirra er ónýtt. Þeir eru líka flestir minna sjálfstæðir í hugsun og aðgerðum og úrræðalausari. Eru ekki Íslendingar og myndu ekki þora að vera það, eru svo hlýðnir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.3.2017 kl. 20:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þar til að kommúnistar Reykjavíkurborar ákváðu að umturna borginni til hins miklu verra og gera öllum lífið sem mest óþarflega leitt í borginni."

Hverjir eru þessir kommúnistar og hvernig gera þeir mönnum lífið leitt hér í Reykjavík, Gunnar Rögnvaldsson?!

Og nú er Trump vinur þinn í Bandaríkjunum búinn að gera í nábrækur sínar, sjálfsagt vegna "kommúnista", repúblikana, á Bandaríkjaþingi.

Einhver leggur bíl sínum eins og bjáni hér í Reykjavík og þá er það að sjálfsögðu einhverjum kommúnistum að kenna.

Haltu þig bara áfram í Evrópusambandsríkinu Danmörku, sem er væntanlega stjórnað af kommúnistum eins og Bandaríkjunum.

Enginn hefur hins vegar neytt þig til að búa í Danmörku eða hér á Íslandi, sem er á Evrópska efnahagssvæðinu eins og Danmörk.

Þorsteinn Briem, 24.3.2017 kl. 20:39

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

|_________________EURO KLANG______________|. í físmoll

| ___________así___ruv______sam_fylkz____._a,__|  Und einen evra

| _______a_._______a_______aj#0s_____aWY!400._ | ESB faðmi við öll

| __ad#7!!*P____a.d#0a____#!-_#0i___.#!__W#0#___ | und HeidiJuncker 

| _j#'_.00#,___4#dP_"#,__j#,__0#Wi___*00P!_"#L,___ | in Euro himmel

| _"#ga#9!01___"#01__40,_"4Lj#!_4#g_________"01_ | Brussel wunder land

| ________"#,___*@`__-N#____`___-!^___________ | kommen sie morgen

 91356 | _________#1____sviða kjammar?__nein____| und Sam-V-reisn voila

tralla tralla la la og ha og euroklang

:: Viðlagið er úr Wiðlagazjóð ESB. Textahöfundur er vel þekktur fræðimaður frá Norður-Kúbu

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.3.2017 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband