Að hella eldi á olíu.

Alþjóðasamfélaginu er slétt sama um það sem er að gerast í löndum eins og Jemen á meðan engin hætta er á því að sams konar áhrif breiðist þaðan út eins og gerst hefur í Sýrlandi. 

Jemen er afskekkt land og því áhyggjur litlar af stórfelldum flóttamannastraumi alla leið í áttina að Miðjarðarhafi. 

Einu hagsmunirnir, sem truflað geta út á við geta falist í olíulindum, en í öllum ríkjum Arabaheimsins, þar sem olía er í jörð, má snúa máltækinu um að hella olíu á eldinn við og segja að allt fari í bál og brand þegar eldi hagsmuna og græðgi sé hellt á olíuna.

Svo er að sjá sem Túnis, upphafsland Arabíska vorsins, sé eina landið, þar sem Arabíska vorið barði að dyrum og hrærði upp í öllu og ástandið versnaði ekki.  


mbl.is Hvað gengur á í Jemen?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver þjóð á bara að fá að heyja sína borgarastyrjöld í friði, án allra utanaðkomandi afskipta.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 19:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og frá hvaða ríkjum kaupa þeir vopnin? - Hverjir græða mest á þessum styrjöldum?

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband