Hliðstæð slys víðar.

Það hefur komið fyrir að starfsmenn, sem breyttu hjólastíg án þess að setja upp neina viðvörun eða merki, hafi valdið með þessu slysi. 

Mér er kunnugt um konu sem slasaðist illa þegar hún uggði ekki að sér og náði ekki að stöðva reiðhjól sitt í tæka tíð, þar sem starfsmenn við gröft á grunnum og mjóum skurði þvert yfir stíginn, höfðu farið af vettvangi án þess að setja upp neina merkingu né aðvörun.

Við þær aðstæður, sem þarna ríktu, var engin leið að sjá skurðinn fyrr en komið var alveg að honum, og of nálægt í þessu tilfelli til þess að hægt væri að ætlast til þess. 

Að sjálfsögðu er það í verkahring vegfarenda að gæta að aðstæðum sem geta stundum að einhverjul leyti verið misjafnar og breytilegar, sem sem vegna veðurs og birtu. 

En í þessu tilfelli nægði ekki einu sinni að hafa eðlilegan vara á.

Þegar sá, sem í svona slysi lendir, fer jafnvel daglega eða tvisvar á dag sömu leiðina, og verður síðan fyrir því að allt í einu er komin nógu lúmsk og varasöm hindrun til að engin leið sé að vara sig á henni, hlýtur ábyrgðin að liggja hjá þeim sem hefur breytt aðstæðum nógu mikið til að valda slysi.

Það þarf ekki djúpan eða breiðan skurð til að reiðhjól steypist um koll og heldur ekki mikla nýja mishæð til þess að steypa skíðamanni, sem á sér einskis ills von, en lendir í óvæntum og nýtilbúnum aðstæðum. 

Dómurinn, sem þessi pistill er tengdur við, byggist á mati á því, hvar draga skuli línuna á milli ábyrgðar skíðamannsins eða hjólreiðamannsins, sem lendir í slysi vegna ófyrirséðra aðstæðna sem fólu í sér slysagildru, og ábyrgðar þess, sem hefur búið til slysagildruna.

Ekki verður séð að dómurinn feli í sér grundvallarbreytingu á mati á slíkri ábyrgð.

Eftir sem áður verður það meginreglan að skíðafólk renni sér á eigin ábyrgð.  

 


mbl.is Töldu alla skíða á eigin ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi merkingar og viðvaranir virðast innbyggjar vera ótrúlega aftarlega á merinni, rauðhálsar. Neita að læra af eigin mistökum. Þetta reddast mentalitetur er ótrúlega lifseigt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 16:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki kalt þarna á toppnum Haukur?

Þú hefur kannski austfirðinginn Ómar Smarta til að hlýja þér við. Þið hljómið alveg nákvæmlega eins. Sama orðfærið og allt. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2017 kl. 20:59

3 Smámynd: Hörður Þormar

Erlendis eru yfirleitt sett upp áberandi skilti á varhugaverðum stöðum þar sem auglýst er að öll umferð sé á eigin ábyrgð.

Hvers vegna er þetta ekki gert hér, eru skiltin svona dýr?

Kannski eru þau bara jafnóðum skemmd eða þeim jafnvel stolið.

Hörður Þormar, 4.4.2017 kl. 21:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"4. gr.
Öryggisáætlun.

Áður en framkvæmdir hefjast á og við veg skal verktaki gera ítarlega öryggisáætlun þar sem lýst er nauðsynlegum öryggisráðstöfunum vegna framkvæmdanna.

Þar komi m.a. fram hvernig afmarka skuli vinnusvæði, hvernig merkingum á og við svæðið skuli háttað og hvort og hvernig skipuleggja skuli hjáleiðir.

Ennfremur skal í öryggisáætlun koma fram hvernig kynningu og auglýsingu vegna lokunar vegar verður háttað.

Öryggisáætlun skal bera undir veghaldara til samþykkis og skal samþykkt eintak öryggisáætlunar vera tiltækt á vinnusvæði og hjá lögreglu í viðkomandi lögsagnarumdæmi.

Veghaldari getur ákveðið að hann, í stað verktaka, geri öryggisáætlun. Skal hann tilkynna verktaka um þá ákvörðun.

Sé verktaki jafnframt veghaldari við verkið, gildir 1. mgr. um hann eftir því sem við á.

5. gr.
Eftirlitsmaður.

Í öryggisáætlun fyrir hvert vinnusvæði skal tilgreindur sérstakur eftirlitsmaður sem skal sjá um að allar öryggisráðstafanir á og við veg séu í samræmi við öryggisáætlun. Veghaldari ákveður hverju sinni hvort hann eða verktaki tilnefni eftirlitsmanninn.

Eftirlitsmaðurinn skal vera tiltækur hvenær sem er meðan á verki stendur og skal hann sinna ábendingum veghaldara, lögreglu eða annarra sem fara með eftirlit á vinnusvæði, varðandi hættu vegna verksins með tilliti til umhverfis, umferðaröryggis og öryggis starfsmanna.

Í forföllum eftirlitsmanns skal varamaður koma í hans stað. Nafn eftirlitsmanns og varamanns ásamt símanúmeri skal koma fram á upplýsingatöflu við vinnusvæði ef þörf krefur."

"12. gr.
Refsiákvæði.

Brot á reglugerð þessari varða refsingu samkvæmt XIV. kafla umferðarlaga nr. 50/1987 og 59. gr. vegalaga nr. 80/2007."

Reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á eða við veg nr. 492/2009

"XIV. Viðurlög.

Refsingar.

100. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. ..."

Umferðarlög nr. 50/1987

"59. gr. Refsing.

Brot gegn lögum þessum og þeim reglugerðum sem settar verða samkvæmt þeim varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

Bæta skal einnig á kostnað hins seka tjón það sem hann hefur unnið."

Vegalög nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 4.4.2017 kl. 22:21

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Steini. Þarna er að vísu vitnað í lög um frágang á vegum, en hugsanlega má nota svoefnda lögjöfnun um frágang á skíðasvæðum, ef ekki er til samsvarandi löggjöf um hann. 

Ómar Ragnarsson, 4.4.2017 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband