Þetta svæði gerir útslagið.

Þótt Hlíðarendasvæðið verði byggt upp í fulla hæð, yrði samt hægt að gera SV-NA braut með því að hnika henni örlítið til og lengja hana til suðvesturs.

En íbúðabyggð í Skerjafirði, sem áformað er að reisa, girðir endanlega fyrir gerð slíkrar brautar.

Ef ríkisvaldið svíkur ákvæði samnings um brautina varðandi opnun svipaðrar brautar á Keflavíkurflugvelli, verður engin nothæf braut fyrir innanlandsflug til að nota í hvassri suðvestanátt á suðvesturhorni landsins.  

Þau rök, að þetta byggingarland sé nálægt þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu, halda ekki vatni, því að 6,5 kílómetra akstursvegalengd er þaðan inn að þessari miðju, sem er austarlega í Fossvogsdal. 


mbl.is 800 nýjar íbúðir í Skerjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 6.4.2017 kl. 17:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 6.4.2017 kl. 17:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landspítalinn, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík eru ekki "austarlega í Fossvogsdal".

Á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, stærsta vinnustað landsins, starfa um 4.700 manns og mikilvægt að sem flestir þeirra búi nálægt sjúkrahúsinu, meðal annars til að minnka innflutning á bensíni, fækka umferðarslysum, minnka mengun og slit á götum.

Nú býr um helmingur
þessara 4.700 starfsmanna í minna en fjórtán mínútna hjólafjarlægð frá sjúkrahúsinu.

Og ákveðið hefur verið að Landspítali-Háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut.

Ætlunin er að byggja um sex hundruð íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu og mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá því svæði, til að mynda Landspítalinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.

Það sparar þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.

Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.

Þorsteinn Briem, 6.4.2017 kl. 18:02

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Mafiosarnir eiga ekki að komast að þarna. Það eru 16 metrar niður á sand sem tekur á móti miklu vatni ovanfrá og við stórstreymi fer allur þessi massi á flot eins og hann hefur gert í þúsundir ára! Mafíósar og votlendi.....

Eyjólfur Jónsson, 6.4.2017 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband