Hrist rækilega upp í viðskiptalífinu?

Það er að ýmsu leyti meiri hreyfing á viðskiptalífinu hér á landi alveg ofan í grunninn en verið hefur lengi, kannski sú mesta síðan veldi Kolkrabbans var ógnað af Bónusi og Hagkaupum á sinni tíð, jafnvel enn meiri. 

Mikill vöxtur netverslunar og innreið Costco eru dæmi um það. 

Það fer eftir umfangi verslunarvörunnar og viðbrögðum keppnauta og almennings hve víðtæk og mikil þessi áhrif verða.

En sjá má þegar ýmis merki um það að byrjað er að bregðast við þessu og verður fróðlegt að sjá framhaldið. 


mbl.is Costco ákveður opnunardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Athyglisverð orð: " síðan veldi Kolkrabbans var ógnað af Bónusi og Hagkaupum á sinni tíð ..."  

Leyfi mér að stinga upp á þeirri skýringu á langlundargeði okkar Íslendinga með "skapandi" aðferðum í fyrirtækjarekstri og bankarekstri, að menn hafi talið að Jón Ásgeir og Ólafur í Samskip væru ný gerð athafnamanna sem komnir væru til að frelsa efnahagslífið undan ofurvaldi gömlu bisnisskarlanna.

Höfnun forseta á fjölmiðlalögunum gæti svo verið hluti af þessu. Eða eins og konan sagði þegar sá hinn sami forseti hafnaði lögum Jóhönnu-stjórnarinnar sex árum seinna: Var hann ekki kosinn til að skaprauna Davíð Oddssyni? 

Flosi Kristjánsson, 8.4.2017 kl. 12:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Á sinum tíma" eru lykilorðin í setningunni, sem hefði átt að taka Sambandið með, þ.e. að segja "veldi Kolkrabbans og Sambandsins." 

Þetta tvennt hafði ráðið ferðinni allt frá því að Sjallar og Framsókn fóru að vinna saman 1947 og héldu yfirráðum þar til Sambandið hrundi í kringum 1990 og Kolkrabbinn fór halloka næsta áratuginn þar á eftir. 

Ólafur Ólafsson er skilgetið afsprengi Sambandsveldisins og hafa þau stjórnmálasambönd, sem því fylgdu, verið rakin 

Ómar Ragnarsson, 8.4.2017 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband