Apríl er kaldur mánuður.

Meðalhiti í apríl í Reykjavík er 2,9 stig og 1,6 á Akureyri. Meðalhitinn í Reykjavík í apríl er álíka hár og í byrjun nóvember. 

Samt er sólargangur svipaður í miðjum april og hann er síðusut vikuna í ágúst. 

Á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur í gærkvöldi var ekið um snævi þaktan veg alveg niður í Mosfellsdal. 

Apríl er kaldur mánuður en yndislegur til iðkunar íþrótta, einkum vetraríþrótta, vegna birtu sinnar. 

Hann er mánuður sumardagsins fyrsta og er, eins og páskahátíðin, tákn bjartsýni, vaknandi lífs og vonar. 

Hann er kaldur en hann er góður. 


mbl.is Snjóar norðanlands og kalt í norðanáttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband