"Það er öðruvísi lykt af þeim."

"Þú veist ekki hvað þú ert að tala um. Við sem búum hérna vitum það. Það er öðruvísi lykt af þeim. Þetta eru ónytjungar og skítapakk upp til hópa." 

Það kom mér í opna skjöldu að heyra svona orðræðu þegar ég fór í fyrstu ferðir mínar til Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum og hitti hundruð Íslendinga, sem bjuggu vestra, í tengslum við þær samkomur sem ég skemmti á. 

Það kom mér á óvart hve margir Íslendinganna voru heitir fylgjendur aðskilnaðarsinnanna í Suðurríkjunum og fyrirlitu blökkumenn innilega. 

Kynþáttur Martins Luther King, Louis Armstrong, Sidney Poiter, Ray Charles, Jesse Owens, Ninu Simone, Muhammad Ali og Barack Obama var fyrirlitlegur hópur undirmálsfólks sem var varla komið niður úr trjám Afríku og ekki í húsum hæft í veitingahúsum og hótelum. 

Svipuð ummæli viðhafði Donald Trump um Mexíkóa í kosningabaráttu sinni í haust og svipuð ummæli um ákveðna hópa í íslensku þjóðlífi má meira að segja sjá í einstökum bloggpistlum hér heima í dag í upphafi páskahátíðarinnar. 

Þannig lýsir einn helsti pistlahöfundur landsins fylgjendum Pírata og fleiri vinstri flokka sem ónytjungum, "misheppnaða fólkið, sem er of bjagað til að stunda hversdagslega vinnu eða eiga um það bil normalt fjölskyldulíf".

Lokaorðin og síðustu orðin í lýsingunni á þessu fólki:  "Heift án hugsunar, öfgar án mannasiða." 

Mikael Torfason er kallaður "sjálfskipaður fulltrúi fátæks fólks" en orðið "sjálfskipaður" á að sýna hve lítilmótlegur Mikael sé.  

Tryggvi Emilsson skrifaði einu sinni bókina "Fátækt fólk" og gerðist með því "sjálfskipaður". 

Auðvitað eru aðeins menn, útvaldir af stjórnvöldum, sem á að leyfast að nýta sér málfrelsið. 

Fólkið sem kýs ekki stjórnarflokkana og Framsókn,  heldur óæskilegt pakk, er meira en 40 prósent þjóðarinnar og það eina sem vantar í lýsinguna svo að æðra fólk geti varað sig á þessu hyski og undirmálsfólki er, að hægt sé að þekkja það á húðlitnum og að "það sé öðruvísi lykt af þeim."

 


mbl.is „Leggstu á jörðina núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Donald Trump from Hell was sent,
but it was not badly meant,
builds a wall,
very tall,
a president not persistent.

Þorsteinn Briem, 14.4.2017 kl. 00:29

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er í raun og sannleika öðru vísi lykt af svertingjum, m.a. vegna þess að þeir hafa öðru vísi og fleiri lyktarkirtla undir höndunum en hv´tir. Gulir hafa lang fæsta slíka kirtla og þeim finnast því oft vond lykt af hvítum mönnum.
Af þessum sökum verða sumir hundar „rasisstar“ alveg án þess að þeim sé kennt það. Ein vinkona mín í Svíþjóð, sem var mjög vinstri sinnuð og pólitískt rétthugsandi lenti í þessu, sjálfri henni til mikillar raunar.. Hundurinn hennar lét ófriðlega sæi hann einhvern af framandi kynþætti.

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.4.2017 kl. 01:02

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar ég fór til Bandaríkjanna í fyrsta skiptið árið 1976, þá 16 ára gamall, tók ég eftir því hversu gjörólík lykt var af blökkumönnum. Ég hafði heyrt af þessu í bíómyndum o.þh. og hélt að þetta væri kynþáttahaturstengt bull.

Auðvitað er það það þegar talað er um þetta í niðrandi tón en ég held að líkamslyktin sé tengd mataræði. Á síðari tímum hef ég ekki tekið eftir neinni öðruvísi lykt sem skýrist sennilega af því að mataræði blökkumanna í BNA er orðið svipað og hjá öðrum kynþáttum.

Ég keyri reglulega skipverja af súrálsskipum sem koma til Reyðarfjarðar. Þetta eru menn af ýmsum þjóðernum en mest er af Úkraínumönnum og Filippseyingum. Margir Úkraínumenn lykta öðruvísi. Ekki veit ég hvað þeir borða sem orsakar þetta en dettur helst í hug mikill hvítlaukur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2017 kl. 09:31

4 identicon

Mér sýndist borgarinn vera lemja lögreglumanninn og hann lamdi til baka. 
Alveg ótrulegt hvernig þessir símar eru búnir að eyðileggja rými lögreglunnar til að vinna störf sín. 
Þetta er ákveðin vítahringur sem svona geðveiki skapar. 

Arnar Bj. (IP-tala skráð) 14.4.2017 kl. 09:40

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég gat auðvitað ekki rengt þessa fullyrðingu landa minna á sínum tíma, enda skipti hún ekki máli, heldur krafan um það að til þess að hafa grundvallarmannréttindi yrði fólk að hafa rétta lykt og réttan lit. 

Ómar Ragnarsson, 14.4.2017 kl. 12:47

6 identicon

Ef það er "öðruvísi" lykt af þeim sem eru dökkir á hörund, þá hlýtur að sama skapi að vera "öðruvísi" lykt af þeim sem eru ljósir á  hörund. þetta snýst bara um hvor hópurinn lyktar. En það er ekki málið heldur að annar hópurinn skuli telja sig þess umkominn að kveða uppúr um að þeirra lykt sé betri!

Eygló (IP-tala skráð) 14.4.2017 kl. 13:19

7 identicon

Bjó í USA í tvö og hálft ár, en þar er yngri sonur minn fæddur. Umgekkst marga blökkumenn, African Americans, bæði í Tulane University í New Orleans og í Caltech in Pasadena og man ekki eftir því að hafa fundið lykt af því ágæta fólki. Heimskulegir fordómar og ímyndun. Það sorglega við alla þessa umræðu er hinsvegar sú staðreynd að á Íslandi er stór hópur, of stór hópur af banal og heimskum nýrasistum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir alla því niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðinna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2017 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband