Kettir í kringum heitan graut í 67 ár.

Síðan Norður-Kóreumenn réðust inn í Suður-Kóreu 1950 hafa stórveldin og nágrannaþjóðir Norður-Kóreumanna gengið í kringum landið eins og kettir í kringum heitan graut. 

Bein styrjöld barst um mestallan Kóreuskagann 1950 til 1953 og alla tíð hefur staðið yfir nokkurs konar yfirlýsingastríð með aðgerðaívafi þar sem látið er reyna á viðbrögð gagnaðila í hvert sinn. 

Kim Il Sung leiðtogi kommúnistastjórnarinnar skóp mikla hræðslu við þriðju heimsstyrjöldina með innrásinni 1950, enda voru grunsemdir, sem ollu óróa og óvissu, um að hún væri ein af aðgerðum Stalíns til að sjá hve langt hann kæmist í því að beita hervaldi í Kalda stríðinu. 

Stalín hafði að vísu sýnt í Berlínardeilunni tveimur árum fyrr, að hann passaði sig á að ganga ekki of langt, og það, að fulltrúi Rússa var vegna annarrar innanhússdeilu hjá Sþ ekki á fundum Öryggisráðsins á þessum tíma til að beita neitunarvaldi gegn hernaðarlegum afskiptum á vegum Sþ af stríðinu, er merki um að Kim Il Sung hafi ákveðið innrásina upp á eigin spýtur.

Ýmislegt hefur gerst á óróatímum síðan sem hefur verið varasamt fyrir friðinn á svæðinu, eins og þegar Norður-Kóreumenn tóku bandaríska njósnaskipið Pueblo 1968.  

Á tímabili var ástandið þó ekki verra en það að Jimmy Carter Bandaríkjaforseti fór í heimsókn til Norður-Kóreu. Þá var efnahagsástandið í landinu miklu betra en nú, og meira að segja ekkert verra en í Suður-Kóreu. 

Og Kim Il Sung lagði meira að segja kjarnorkuvopnaáætlun til hliðar. 

En nú eru aðrir stjórnendur í landinu en fyrrum og erfitt að átta sig á þeim.  

Sumar aðgerðir og yfirlýsingar þeirra hafa fengið hár til að rísa á mönnum vegna ögrana og stóryrða.

Þau orð og gerðir hafa hins vegar reynst vera aðferð til að sjá, hve langt væri hægt að ganga.

Stjórnarstefna af þessu tagi, þrungin óvissu og ótta, er stórhættuleg, því að þá þarf svo lítið að bregða útaf til að allt fari úr böndunum.

Trump virðist líka í svipuðum leik og miðað við sveiflurnar í stefnu hans og yfirlýsingum, er þar líka viss hætta á ferð.

Miklu meira er í húfi fyrir Bandaríkin og Kína heldur var fyrir Bandaríkin og Sovétríkin hér um árið, því að efnahagsleg tengsl tveggja stærstu stórvelda heims á því sviði, BNA og Kína, eru svo margfalt stærri og flóknari.

Bæði ríkin myndu tapa miklu ef allt færi í bál og brand vegna stórlætis Norður-Kóreumanna.    


mbl.is Það yrði enginn sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, ég les "fyrstu" greinarskilin og mér ofbíður.  Þú, ert greindari en þetta Ómar ... að láta út úr þér annað eins þvaður.

Hvernig getur NORÐUR kórea, ráðist á SUÐUR kóreu.

Eru AKUREYRINGAR að RÁÐAST á Reykjavík, þegar þeir eru að koma þangað.

Ef þú værir Bandaríkjamaður, sem aldrei hefði lesið neina aðra mankynsögu en eitthvað rusl ... gæti ég skilið þetta.  En ÞÚ VEIST að ástæða Norður og Suður kóreu, er komið frá Vesturlöndum.  "Divide and Qunquer" ... alveg eins og ÞÚ VEIST, að Víetnam stríðið var startað af FRÖKKUM.

Og Ómar Ragnarsson ... Bandaríkjamenn Norður Ameríku, myrtu MILJÓNIR manna með eyturvopnum og SÝKLAVOPNUM í Norður Kóreu.

Norður Kórea hefur jafn stóra ástæðu til að HATA kanann, og GYÐINGAR hafa ástæðu að HATA ÞJÓÐVERJA.

ÞETTA VEISTU.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2017 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband