Bílveltur verða og tvöfaldanir "koma til með" að verða?

Hvers vegna þarf endilega að nota tvöfalt fleiri orð til að segja einfalda hluti en nokkkur þörf er á? 

Nú má sjá tvær svipaðar fréttir á mbl.is um að bílar hafi oltið, og í stað þess að segja einfaldlega "bíll valt á Hellisheiði" og "bíll valt á Holtavörðuheiði" þarf endilega að nota tvöfalt lengra og óþjálla mál með því að tönnlast á hinu hundleiðinlega orðalagi "bílvelta varð." 

Af hverju ekki: "Bíll valt..." 

Þetta er svipað fyrirbæri og hið margtuggða orðalaag að eitthvað "komi til með að" verða svona eða hinsegin. 

Einn veðurfræðingur Sjónvarpsins afrekaði það í vetur að segja þetta sjö sinnum, og lengja þannig mál sitt algerlega að óþörfu um 15 sekúndur. 

Slík síbylja getur hæglega litið svona út ef "kemur til með að" er fært saman:  

"Það kemur til með að myndast lægð við Hvarf, sem kemur til með að vaxa og kemur til með að koma upp að landinu og kemur til með að valda suðaustan hvassviðri sem kemur til með að fara yfir landið og kemur til með að valda mikilli úrkomu og hláku sem kemur til með að valda vatnavöstum."

Ef "kemur til með að.." síbyljan er tekin í burtu verður textinn svona:

"Lægð, sem myndast við Hvarf, mun vaxa á leið til landsins og valda suðaustan hvassviðri, sem fer yfir landið með mikilli úrkomu, hláku og vatnavöxtum."   


mbl.is Bílvelta á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Góður Ómar, og tekur vel á börnum á mbl.is, en sýnu verra er með yfirmenn Sjónvarpsins að þeir skulu ekki taka á sínum málfarsmálum innanhúss, því þar er ekki allt í lagi og versnar.

Már Elíson, 15.4.2017 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband