Er hugsanlegt eitthvað svipað og 1991 ?

George Bush eldri Bandaríkjaforseti var laginn samningamaður og hafði á sínum snærum menn, sem voru svipaðir honum að þessu leyti. 

Hann sigldi farsælu sambandi í gegn við fall Sovétríkjanna og ávann sér traust leiðtoga Sovétríkjanna og síðar Rússa. 

Illu heilli hefur það gagnkvæma traust beðið hnekki síðan. 

Bush eldri tókst að laða fram einstakt bandalag þjóða sem ekki gátu sætt sig lengur við framferði Saddams Husseins í Írak. 

Að vísu varð Flóastríðið niðurstaðan en fádæma samstaða þjóða heims náðist í því máli. 

Bush hafði vit á því að taka ekki Bagdad og róta ekki að óþörfu í viðkvæmu innanlandsástandi en illu heilli hafði sonur hans ekki burði til að fylgja fordæmi föður síns, svo að nú situr heimurinn uppi með hið hörmulega ástand í Miðausturlöndum, sem skilað hefur óróa og vandræðum norður um alla Evrópu. 

Nú væri gott að hafa við stjórnartauma mann með visku George Bush eldri til þess að ná upp samtöðu þjóða við lausn Norður-Kóreu málsins, sem heimurinn kallar eftir. 

Ef Trump vill efna kosningaloforð sín um minni umsvif Bandaríkjahers út um allar koppagrundir hefur hann tækifæri til að efna það með fulltingi H.R. McMaster þjóðaröryggisráðgjafa síns, sem skynjar, að þjóðaröryggi Bandaríkjanna er samofið öryggi allra þjóða heims. 


mbl.is Þetta getur ekki haldið svona áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Vandinn nú er að mun erfiðara og hættulegra er að eiga við N-Kóreu í dag en áður en þeir eignuðust kjarnavopn. Sama mun eiga við um Íran innan fárra ára. 

Svo er alveg spurning hvort USA á nokkuð að vera að skipta sér að málum þarna. Enn sem komið er á N-Kórea ekki flaugar sem draga til USA og jafnvel þó þeir ættu slíkar flaugar í dag myndi THAAD sennilega sjá um slíkar sendingar. 

Kaninn hefur ekki efni á stöðugum stríðsrekstri og afskiptasemi út um allt. 

Trump hlaut brautargengi kjósenda út á slagorð sitt "America First". Hann virðist hafa gleymt því. Árásin á Sýrland, sem var að öllu leyti óréttlætanleg, kostaði um 90 milljónir dollara. Því fé hefði verið betur varið í annað innanlands. Árásin á flugvöllinn í Sýrlandi gengur líka algerlega gegn því sem Trump sjálfur sagði í tístum 2013.

Hann er ekki búinn að vera 100 daga í embætti og virðist nú vera orðinn eins og atvinnupólitíkusarnir sem hann gagnrýndi réttilega í kosningaabaráttu sinni. Almenningur þar vestra er orðinn leiður á þessari heimsvaldastefnu sem atvinnupólitíkusarnir reka. 

Ætli hann sitji því ekki bara í embætti eitt kjörtímabil?

Helgi (IP-tala skráð) 16.4.2017 kl. 15:35

2 identicon

G.W.Bush, samningamaður?

Eitthvað er nú farið að slá í vitið á þér Ómar Ragnarsson ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.4.2017 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband