Harður heimur vegna hruns í diskasölu.

Í nýlegu viðtali við Eið Arnarson formann félags hljómplötuútgefenda kom fram að tæknibylting og breytt viðskiptaumhverfi leiki tónlistarfólk grátt og skapi nýjar áskoranir fyrir það. 

Þótt cd-diskurinn sýnist ekki fyrirferðarmikill er nú svo komið, að það er kostur að í fartölvum sé því sleppt að hafa diskaspilara í þeim. 

Ég hef til dæmis beðið eftir því í mörg ár að á markað kæmi tölva, sem væri handhægari en ódýrustu tölvurnar hafa verið, en samt með nógu stórt lyklaborð til að "blind fingrasetning" gæti notið sín með sínum mikla hraða. 

Vegna bilunar í tölvu minni stóð ég frammi fyrir því fyrir skemmstu að þurfa að leita að smærri tölvu til að leysa hana af hólmi, eða í það minnsta að geta verið í notkun samhliða henni, því að á okkar tímum er óráð að treysta á aðeins eina tölvu. 

Bara lítil "smábilun" eins og að pinni í heyrnartóli brotni inni í tölvunni, kostar tölvumissi á meðan gert er við hana. 

Brot úr pinna inni í tölvunni gerir hana gagnslausa við að spila tónlist í henni í gegnum hátalara. 

Við snögga skoðun kom í ljós að komin var ný og miklu handhægari, mjög ódýr tölva á markaðinn, sem var meira en tvöfalt minni en sú gamla, en samt með nægilega stóru lyklaborði, meðal annars með því að sleppa diskaspilaranum. 

Nú orðið þarf að panta diskaspilara sérstaklega með nýjum bílum og hrunið á markaðnum fyrir hljómdiska (plötusalan) síðustu misseri hefur verið mikið og þungbært. 

Spotify er miðað við stærð milljónatuga þjóða og því sáralítið sem íslenskt tónlistarfólk fær þar. 

Tónlistarfólkið hefur því orðið að snúa sér að því sem aðalatriði í afkomu sinni að koma fram á tónleikum og nýta nýjar aðferðir við að afla sér tekna með því að gera nýjar plötur.

"Léleg plötusala veitir listrænt frelsi" er táknræn fyrirsögn á tengdri frétt á mbl.is. 

Eftir sem áður hefur hljómdiskurinn þó þann kost að geta verið eiguleg gjöf í vönduðum umbúðum með góðum textaheftum.   


mbl.is Léleg plötusala veitir listrænt frelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er ekki eins auðvelt að selja 19 léleg lög sem enginn vill hlusta á þegar aðeins eitt gott lag er á diskinum. Í dag kaupir fólk lagið sem það vill og getur sleppt hinum. Á það á tölvu, usb og síma þannig að það glatast ekki. Lélega vöru geta þeir ekki lengur þvingað þig til að kaupa og þú greiðir höfundarréttargjaldið aðeins einu sinni. Skemmdur cd diskur fæst ekki bættur fyrir kostnaðarverð, kaupa þarf nýjan og borga aftur höfundarréttargjald fyrir hvert lag. Tæknin hefur úrelt þjófnaðar og þvingunaraðferðir framleiðenda.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 12:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Öllu er hér snúið á haus. Það að höfundur fái að njóta höfundarréttar er talið vera þjófnaður og hitt, að höfundarréttur hans og umbun fyrir gott verk sé fótum troðinn, talið réttlæti. 

Tvö dæmi voru nefnd í upphafi sjóræningjatímabilsins um þetta. 

Ágúst Guðmundsson gerði ágæta bíómynd og reiknaði með tekjum af bíósýningum. 

En strax í upphafi fór í gang slíkt niðurhal að stórtap varð á myndinni. 

Laddi hélt frábæra sýningu í Eldborg og gerði diska til að selja. 

En sama gerðist þar: Stórfellt niðurhal eyðilagði þennan möguleika. Þessi listamenn voru búnir að kosta miklum peningum í það að gera gott myndefni en á netinu var fólk meira að segja hvatt til þess að hala sérstaklega niður íslensku efni og dreifa því sem óðast til þess að geta leikið listafólk svona grátt. 

Alhæfingin um að 18 af 19 lögum Ladda hafi verið svona léleg eða að 18 af 19 senum í mynd Ágústar hafi verið svona lélegar gengur ekki upp. 

Ómar Ragnarsson, 17.4.2017 kl. 15:01

3 identicon

Það að höfundur fái að njóta höfundarréttar er ekki talið vera þjófnaður, en að láta mig borga höfundarréttargjald aftur er þjófnaður þegar sannarlega hafi ég greitt hann áður. Höfundarréttargjaldið á að fylgja laginu en ekki plastinu sem það er á. Þegar ég er búinn að borga höfundi fyrir að njóta listar hans þá er það þjófnaður að láta mig greiða aftur fyrir sama verkið. Tæknin veitti almenningi þá neitendavernd sem valdamikil samtök rétthafa og útgefenda hafa hindrað löggjafann í að veita.

Ágúst Guðmundsson gerði lélega bíómynd og reiknaði með tekjum af bíósýningum. Góð mynd tekur inn kostnað og góðan hagnað í bíósýningum. Áhuginn var lítill fyrir ruslinu og því komu litlar tekjur af bíósýningum. Ekkert niðurhal var fyrr en mörgum mánuðum seinna þegar myndin var sett í almenna sölu, og þá var ætlast til þess að greitt væri höfundarréttargjald þó þeir sem sáu myndina í bíó hafi þegar verið búnir að greiða höfundarréttargjald.

Laddi hélt frábæra sýningu í Eldborg og gerði diska til að selja. Sýningu sem stór hluti þjóðarinnar sá og borgaði höfundarréttargjald fyrir. Tæknin kom í veg fyrir að hann gæti rukkað fyrir sama hlutinn tvisvar.

Það að einhver leggi mikla vinnu og fjármuni í það að stela af þér réttlætir ekki þjófnaðinn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband