Skilur forsetinn ekki að fleira geti ráðið gjörðum fólks en peningar?

Donald Trump forseti Bandaríkjanna virðist ekki skilja, að neitt annað en peningar geti ráðið því að fólk taki þátt í mótmælum gegn honum. 

Honum er að vissu leyti vorkunn, því að allur ferill hans og þar með viðhorf eru mótuð af valdi fjármagns og peningavafstri. 

Forsetanum er líklega enn ómögulegra að skilja, að fólk leggi framlög úr eigin vasa til slíkra aðgerða. 

Og ómögulegt að skilja að meðal þess meirihluta kjósenda, sem greiddu Hillary Clinton atkvæði, þótt ósanngjarnt kjörmannakerfi kæmi í veg fyrir réttlát úrslit, skuli vera fólk, sem leggur ekki hundflatt rófuna niður og hættir að nýta sér borgaralegan rétt sinn til andófs.  


mbl.is Hver borgaði fyrir mótmælin spyr Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Ómar

Kjör Guðna í embætti Forseta Íslands er þá óréttlátt að þínu mati? Hann fékk 39 prósent atkvæða þjóðarinnar.

Að bandaríska þjóðin, sem er 50 ríki, skuli hafa ákveðið að svona gangi kjör forsetans, sem er 1/3 hluti ríkisstjórnarinnar, fyrir sig, vegna einmitt þeirrar staðreyndar að Bandaríkin eru 50 ríki, virðist alls ekki geta komist inn í Reykjavíkurlýðræðiskoll þinn Ómar. 

Þessu staglastu á, þvert á staðreyndir. Guðni er Forseti Íslands af því að þjóðin ákvað að einmitt svona skyldi kjör hans fara fram.

Fyrst að þetta er svona erfitt hjá þér Ómar, þá var það ákaflega gott að svo kallað "stjórnlaráð" fékk ekki leyfi til að pilla við stjórnarskrá okkar. Það verður að segjast eins og er.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.4.2017 kl. 19:34

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Forsetinn hlýtur að vera bjáni :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.4.2017 kl. 20:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, döndlar, súrsaðir hrútspungar og lambatittlingar Mörlensku þjóð"fylkingarinnar" dreifast yfir heimsbyggðina.

Þorsteinn Briem, 17.4.2017 kl. 20:41

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóð"fylkingin" fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í haust.

Þar af 1 atkvæði frá Gunnari Rögnvaldssyni.

Þorsteinn Briem, 17.4.2017 kl. 20:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 17.4.2017 kl. 20:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merki Mörlensku þjóð"fylkingarinnar":

Þorsteinn Briem, 17.4.2017 kl. 20:52

7 identicon

Ég er svo einfaldur að halda að þessir ,,Gunnlugur Rögnvaldsson"  og ,,Heimir Lárusson "  væru bara nöfn sem nemndur úr Valahllarskóla notuðu svo þeir þekktust ekki  ?  

Það er enginn svona vitlaus  !  

JR (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 21:03

8 identicon

Hugsa sér, að svona "dóni" skuli vera í forsetaembætti ... forsetinn á að vera kona ... sem situr á stólnum, og lítur "fallega" út svo allir geti dáðst að utliti hennar.  Svo er hún líka hlýðinn og rétt trúaður Múslimi ... sem segir það sem hún Á að segja ... en ekki eitthvert bull eins og bjáni Trump.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 21:17

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er munur á. Hillary Clinton fékk ríflega tveimur milljónum fleiri atkvæði en Donald Trump. 

Enginn af mótframbjóðendum Guðna TH komust nálægt honum í atkvæðafjölda. 

Ómar Ragnarsson, 17.4.2017 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband