Horft framhjá breyttri samsetningu þjóðarinnar.

Nokkur atriði virðast fara framhjá ráðamönnum þjóðarinnar, sem hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir efnahaginn. 

1. Lægsta frjósemi allra tíma. Hefur ekki bein áhrif alveg strax en þýðir, að við siglum inn í ástand þar sem fæðingartíðni innan lands nægir ekki til að viðhalda fólksfjöldanum og því síður til að viðhalda þeim aldurshópum sem er á besta vinnualdri og skila mestu í þjóðarbúið. 

2. Samtímis þessu fjölgar gamla fólkinu jafnt og þétt þannig að allar tölur um framlög í heilbrigðis- og velferðarkerfið, sem eiga að sýna að haldið sé í horfinu, eru gersamlega óraunhæfar. 

3. Breyttir atvinnuhættir vegna tækniframfara og sjálfvirkni kalla á að fólk á miðjum aldri geti endurmenntað sig. En einmitt í því efni hafa seglin verið dregin saman. 

4. Á sama tíma er vaxandi andstaða við að leyfa erlendu fólki landvist, en það eykur enn á fólksfjöldahallann, þegar þeim innfæddu, sem eiga að halda uppi hagkerfinu, fækkar.  

Brandari er að sjá nokkra af þeim nafnlausu, sem vafra um á netinu og bera fram þrjár mótsagnir: 

1. Telja óhjákvæmilegt að viðhalda stanslausum hagvexti.

2. Vilja draga stórlega úr barneignum og aðstoð við barnafólk, og jafnvel refsa fjárhagslega fyrir barneignir.

3. Krefjast þess að stöðvaður verði innflutningur erlends fólks til landsins. 

 


mbl.is Alvarleg aðför að velferðarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir eru það sem vilja draga stórlega úr barneignum og aðstoð við barnafólk, og jafnvel refsa fjárhagslega fyrir barneignir? Illt er að vita af slíku fólki.

Hitt er líka illt að þú (sem og aðrir) teljir að það sé einhvers konar lausn vandans að flytja inn erlent vinnuafl, en geri ekki illt verra. Innflutningur erlends vinnuafls rýrir laun almennings, og setur meiri byrði á velferðarkerfið, Íslendingun til skaða.

Innflytjendur leysa því ekki þann vanda sem er orsök slæmrar fæðingartíðni. Sá vandi er að það er óhagkvæmt að eiga börn. Þetta er vegna þeirrar byrði sem lögð er á velferðarkerfið og vegna neikvæðs þrystings á launaþróun. Ef framtíðarhorfur launafólks eru slæmar, traustið í samfélaginu slæmt, og kostnaður og áhætta við barnseignir þar af leiðandi há, þá minnkar fæðingatíðnin.

Innflytjendastraumur leysir heldur ekki afleiðingu slæmrar fæðingatíðni innfæddra. Það er vegna þess að innflytjendur sem samlagast munu verða fyrir minnkaðri fæðingartíðni líka, enda taka þeir upp siði innfæddra. En innflytjendur sem samlagast ekki halda hárri fæðingartíðni, en valda aukinni félagslegri spennu.

Hvernig sem litið er á málin, þá er aukinn innflytjendastraumur það versta sem menn geta gert við þessar aðstæður, og það er til marks um skammskygni að halda annað - sem og heimsku, enda liggur ljóst fyrir af reynslu nágrannaþjóða okkar hvernig svona stefnur fara.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 19.4.2017 kl. 19:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kemur nú enn einn nafnlausi fávitinn.

Þorsteinn Briem, 19.4.2017 kl. 20:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if the biggest economy in Europe does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration did not pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 19.4.2017 kl. 20:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 19.4.2017 kl. 20:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 19.4.2017 kl. 20:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.

Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."

Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi

Þorsteinn Briem, 19.4.2017 kl. 20:16

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir manna hér á Íslandi, bæði Íslendingar og útlendingar, misstu vinnuna vegna Hrunsins hér haustið 2008.

Þúsundir útlendinga höfðu þá verið að byggja íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu og þeir fluttu úr landi ásamt þúsundum íslenskra iðnaðarmanna.

Þúsundir manna hér á Íslandi misstu einnig íbúðir sínar og urðu gjaldþrota.

Íbúðir voru því tiltölulega ódýrar hérlendis mörgum árum eftir Hrunið og því ekki mikill vandi fyrir ungt fólk að kaupa íbúðirnar ef það hafði til þess fjárráð, sem það hafði yfirleitt ekki.

Og þúsundir manna fluttu úr landi vegna lágra launa hérlendis.

Til að hægt sé að reisa hér ný íbúðarhús þarf að flytja inn vinnuaflið og það þarf einnig að búa einhvers staðar.

Og nú starfa hér aftur þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér öllum gjaldeyrishöftum á morgun.

En að sjálfsögðu geta þessar þúsundir útlendinga flutt inn í húsnæði sem ekki er búið að byggja vegna Hrunsins hér á Íslandi haustið 2008.

Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.

Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.

Nokkur ár tekur að hanna og reisa íbúðarhúsnæði, enginn skortur er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík í mörgum hverfum borgarinnar og hér býr einungis rúmlega helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

En sumir hafa greinilega fengið á heilann Hlíðarendasvæðið, sem er í einkaeigu, og tapað öllum málaferlum vegna þessa svæðis.

Steini Briem, 13.3.2017

Þorsteinn Briem, 19.4.2017 kl. 20:22

8 identicon

Steini Briem, enginn hér er nafnlaus.

Greinin sem þú vitnar í talar um þarfir hagkefrisins sem mælir einungis heildina, en ekki dreifinguna. Verkafólk græðir ekki á ódýru vinnuafli.

Hér er nýleg rannsókn frá Bank of England sem sýnir hvað allir eiga að sjá í hendi sér, aukið framboð á vinnuafli rýrir laun:

http://www.bankofengland.co.uk/research/Documents/workingpapers/2015/swp574.pdf

This paper asks whether immigration has any impact on wages. It answers this question by considering the variation of wages and immigration across regions, occupations, and time. Occupations turn out to be a relatively important dimension. Once the occupational breakdown is incorporated into a regional analysis of immigration, the immigrant-native ratio has a significant small impact on the average occupational wage rates of that region. Closer examination reveals that the biggest effect is in the semi/unskilled services sector, where a 10 percentage point rise in the proportion of immigrants is associated with a 2 percent reduction in pay. Where immigrants come from — EU or non-EU — appears to have no impact on our economy wide results; with the impact within the semi/unskilled services sector being small. These findings accord well with intuition and anecdotal evidence, but do not seem to have been recorded previously in the empirical literature.

Ennfremur má líta á þetta:

http://cis.org/despite-recent-job-growth-native-employment-still-below-2007

Auðvaldið græðir á innflytjendum, og "heildin" verður ríkari, en innfæddir verkamenn - sem sagt þorri þjóðarinnar - tapa. Aukinheldur eru engann vegin allir innflytjendur - hvað þá flóttamenn - sem finna vinnu, þó að flest ný störf renna til innflytjenda. Þeir sem ekki fá vinnu auka þrýsting á velferðarkerfið.

Reyndar svaraðir þú ekki athugasemdunum varðandi það hvernig innflytjendur leysa ekki orsakir lægri fæðingatíðni. Fæðingartíðnin lagast ekki við aukinn innflytjendastraum.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 19.4.2017 kl. 21:14

9 Smámynd: Már Elíson

Einhverntíma hefði nú síðuhafi slegið á puttana á mönnum sem þennan rakalausa dónaskap sem svokallaður "steinibriem" (nafnlaus ?) sýnir hér í hundraðasta sinn með sinn sorakjaft. - En það er greinilega ekki sama hvaða fáviti kallar heiðarlega bloggara fávita, nema hann sé síðuhafa haggengur á einhvern hátt. Ef Ómar les þetta ætti hann að ávíta viðkomandi orðasóða, "steinibriem". og gefa honum "séns" í hundraðasta sinn, kannski 1000asta sinn ef teknar eru svívirðingar nafnleysunnar "steinibriem" á háttvirtan síðuhafa sjálfan. - Það er kannski fallið í gleymskunnar dá, eða hvað ? 

Már Elíson, 19.4.2017 kl. 22:28

10 identicon

Síðuhafa væri nær að slá á puttana á þessum leiðinlega og banal Má Elísyni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2017 kl. 22:56

11 identicon

Hef ekki séð Ómar svara því hverja hann á við í lok pistilsins en ég hef séð ýmsa (n.b. ekkert endilega sammála öllu eða neinu frekar en gagnstæðum skoðunum)

1. Lýsa því að hagvöxtur sé nauðsynlegur og ekki verra að hann sé ríflegur, þó ekki stjórnlaus.

2. Hafa áhyggjur af að fólksfjöldun sé mest (eða langmest) meðal þjóðfélagshópa sem þeir telja ekki gott að verði of stórir.

3. Krefjast þess að ekki verði aukið við þann innflutning sem í dag er leyfður og er allnokkur.

Þetta er ekki það sama og þær skoðanir sem koma fram í lok pistils og því væri gott að sjá hverja hann á við.

ls (IP-tala skráð) 19.4.2017 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband