Valdaöfl Garðabæjar: Dekurrófa valdastéttar.

Áttföld verðlækkun á hektara við sölu ríkisins á Vífilsstaðalandi til Garðabæjar, miðað við fyrri landsölu,  er ekkert nýtt í viðskiptum þess bæjarfélags við sjóði í almanna eigu þar sem ekki er vílað fyrir sér að nýta aðstöðu í valdakerfinu til að láta almenning blæða fyrir gjafir til þessarar dekurrófu, sem Garðabær virðist vera. 

Þegar Garðabær sameinaðist Álftanesi fyrir nokkrum árum, voru uppi miklar hugmyndir hjá Garðabæ um stóraukna íbúðabyggð í landi Álftaness. Í krafti hennar skyldi Álftanesvegur tvöfaldaður og var því veifað, að Álftanesvegur væri sprunginn vegna mikillar umferðar og væri hættulegasti vegur á höfuðborgarsvæðinu. 

Hið rétta var að umferðin var ekki einu sinni helmingur af þeirri umferð, sem talin er það mikil, að breikka þurfi veg úr 1 plús 1 upp í 1 plús 2 og er umferðin það ekki enn, 5 árum síðar. 

Og nýi vegurinn með lengstu blindbeygju landsins ekki heldur! 

Vegurinn var númer 22 til 23 á lista yfir þá vegarkafla höfuðborgarsvæðisins, sem voru þá með mesta slysatíðni. 

En það lá fiskur undir steini. Ef vegagerðin dróst, lenti vegurinn allur inni í landi Garðabæjar, og lá þá á milli hverfa í því bæjarfélagi. 

Ef hins vegar var drifið í því að ganga frá samningum við ríkið um veginn, yrði vegagerðin á kostnað ríkisins sem vegur á milli tveggja sveitarfélaga. 

Og það var gert með dyggum stuðningi Vegagerðarinnar og dómsvaldsins. 

Rokið var í það að negla vegagerðina niður og margbrjóta reglur um mat á umhverfisáhrifum og frakvæmdaleyfi, þótt ríkjandi væri mesti niðurskurður í manna minnum í kjölfar Hrunsins. 

Á illskiljanlegan hátt ( eða hvað?) tókst Garðabæ að fá fjárveitingarvaldið og borgaryfirvöld í Reykjavík til að falla frá öllum hugmyndum um brýnar vegabætur í Reykjavík í heilan áratug en sóa hins vegar tveimur milljörðum í dekurvegagerð valdamanna í Garðabæ með miklum óafturkræfum umvherfisspjöllum! 

Já, ítrekað framferði þessarar dekurrófu valdastéttar er eitthvað til að hugsa um fyrir fleiri en Kára Stefánsson. 

 

 


mbl.is Hektarinn seldur á 2,5 milljónir í stað 20 milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ríkið sem sagt að fara undan "með góðu fordæmi" og blóðmjólka framtíðar byggingaland fyrir fjölskyldur landsins??
Sveitarfélag selja lóðir á uppsprengdu verði. 
Hvers konar þjóðfélag er það þegar ríkið ræðst gegn eigin þegnum og reynir að kúga þá í skjóli einokunar. Það er skylda ríkis að gefa fólki kost á að vera í húsnæði fyrir venjulega launavinnu.
Held að það sé miklu alvarlegra mál!
Allavega pólitíkin á Íslandi er, fyrir utan þetta, alveg stórkostlega furðuleg og erfitt að átta sig á hvað snýr upp eða niður. 
Best væri líklega að fá erendan sérfræðing til að segja sannleikann, en hann þyldi hvors sem er ekki dagsins ljós... ;-)

Arnar Bj. (IP-tala skráð) 23.4.2017 kl. 23:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ríkið lætur í þessu tilfelli Garðabæ "blóðmjólka sig" og hefur því minna sjálft til að afmá þá skömm sem felst í mesta aðgerðarleysi ríkisins í húsnæðismálum í 70 ár. 

Ómar Ragnarsson, 24.4.2017 kl. 01:44

3 identicon

skemtileg athugasemd benindikts um verðið þettað er bara grunverð sem meira bætist við þegar byggt verður. en glemdi að géta þess að byggíngarmagn á svæðinu þarf þá að aukast þá er það 60-40 skiptíng aukníngarinnar. svo að óbreittu fær ríkið ekkert til viðbótar. en endalaus er hægt að rífast um verð. er ekki verið að skamma sum sveitarfélög um okur á lóðum þettað kaupverð legst á lóðirnar sem er að mestu íbúðarlóðir að mér skilst, Ferlið er ekki til fyrirmyndar. nú á ríkið margar svona spildur á stór reykjavíkursvæðinu vonandi fá önnur sveitarfélög sambærileg kjör á þeim lóðum mættti byrja á flugvallarsvæðinu geri ráð fyrir því að dagur bíði með pennan er þegar búin að veðmeta landið svo það ætti að géta geingið fljótt fyrir sigenda hefur borgin skipulagsvaldið er það ekki.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.4.2017 kl. 06:32

4 Smámynd: Már Elíson

"Ríkið lætur í þessu tilfelli Garðabæ "blóðmjólka sig" segir Ómar...en það er ekki rétt að segja "lætur" blóðmjólka sig...Þetta er allt með ráðum gert og menn eru bara að skara eld að sér og sínum. -

Í sambandi við veginn út á Álftanes sem þú nefndir í öðru bloggi hjá þér, þá minntist þú ekki á hina raunverulegu ástæðu þess að þessi "óþarfi vegur" var og er byggður á okkar kostnað á óþörfum stað í upphafi, heldur vegna íbúðabygginga á verðmætu landi Engeyings nokkurs og fjölskyldu til að auka verðmætið um ómælda milljarða. -

Allt fyrirfram plottað á meðan BB nokkur var í bæjarstjórn Garðabæjar. - Það er nú svo.

Már Elíson, 24.4.2017 kl. 16:54

5 identicon

Ja, ég hef sjaldan séð ríkið gera eitthvað fyrir almennan launamann í húsnæðismálum. Satt best að segja hefur allt sem hefur komið þaðan verið hrein hörmung....

Arnar Bj. (IP-tala skráð) 24.4.2017 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband