Kannski gott að Trump hafi ekki enn sagt neitt um Ísland?

Donald Trump sagði á dögunum, svona í fróðleiksskyni, að Kína hefði fyrrum ráðið yfir Kóreu. 

Sem að sjálfsögðu var alrangt. Vonandi veit hann eitthvað bitastæðara til styðjast við ef hann þarf aað taka ákvörðun um kjarnorkustríð þarna.

Þegar Ronald Reagan var viðstaddur athöfn sem varðaði Ísland minntist hann á Ísland og hafði greinilega einhverja óljósa hugmynd um að Ísland væri í nánu sambandi við hinar Norðurlandaþjóðirnar.

Þegar Reagan ætlaði að orða þetta vafðist honum tunga um tönn en reyndi að bjarga sér fyrir horn með því að segja: "...Iceland, - and those other countries."

Meðan Trump segir ekkert um Ísland kann það að vera góðs viti. Annar kynni svo að fara að hann segði að Rússar hefðu einu sinni ráðið yfir Íslandi.  


mbl.is Hvað hefur Trump sagt um Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nægir okkur ekki það sem fv. forseta ræfill sagði um Ísland? Meðal annars eftirfarandi: "Finally, there is creativity, rooted in the old Icelandic culture which respected the talents of individuals who could compose poetry or tell stories, who were creative participants in companionship with others. These attitudes have been passed onto the business community, as is demonstrated by the Icelandic term used to describe a pioneer or an entrepreneur, – "athafnaskáld", which means literally “a poet of enterprise”. Admiration for creative people has been transplanted from ancient times into the new global age, and originality has turned out to be a decisive resource in the global market.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband