Áköf snjókoma getur breytt skilyrðum mjög snögglega.

Þótt snjó sé rutt af vængjum véla fyrir flugtak, og brautir ruddar og mældar fyrir lendingu, getur mjög áköf snjókoma breytt skilyrðum til lendinga og flugtaks undra fljótt undir vissum kringumstæðum. 

Þannig gerðist það fyrir tæpum fjórum áratugum, að á Reykjavíkurflugvelli varð svokölluð "hundslappadrífa" svo þétt, að sá vængur flugvélar flugfélagsins Vængja, sem var hreinsaður á undan hinum, safnaði það miklum snjó á sig í akstri til flugtaks, að vængurinn gaf ekki nógan lyftikraft, sá vængur seig niður svo að vélin beygði til vinstri og hafnaði í Vatnsmýri skömmu eftir flugtak, skammt frá Norræna húsinu. 

Engan sakaði en vélin skemmdist talsvert. 

Trausti Jónsson hefur lýst því á bloggsíðu sinni hve ótrúlega ólík veðurskilyðri voru sitt hvorum megin við Kúagerði um það leyti sem þota rann út af braut á Keflavíkurflugvelli. 

Og í Reykjavík voru svo hraðar veðurbreytingar, að hiti féll um sjö stig, úr sjö stigum, niður undir frostmark, á innan við klukkustund með tilheyrandi breytingu á úrkomu og akstursskilyrðum. 

Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr rannsókninni á óhappinu á Keflavíkurflugvelli. 


mbl.is Flugstjórar fá allar upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Áköf" snjókoma!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2017 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband