Ég man þá tíð þegar þeir voru þúsund sinnum færri.

Bílaleigan Falur var fyrsta bílaleigufyrirtækið hér á landi, sem ég man eftir. Þeir voru með nokkrar Volkswagen Bjöllur á sjöunda áratugnum og Land Rover. 

Þótti mikil nýlunda og vafasamt uppátæki og þessi starfsemi gekk brösuglega á köflum, þegar bílaleigur fóru að spretta upp eins og gorkúlur og urðu of margar á tímabili. Þótt þær væru varla nema á annan tug var notað orðalagið um að spretta upp eins og gorkúlur.  

Síðan komu Kennedy-bræður á Akureyri og efnuðust vel á því að leigja bíla meðan á framkvæmdum við Kröflu stóð. 

Þráinn Jónsson á Egilsstöðum var eftirminnlegur eigandi bílaleigu og rak jafnframt veitingasölu í flugstöðinni. Þráinn var helblár kapítalisti og afar skemmtilegur. 

Hann sagði það erfiðast í bílaleigunni að þurfa sem sannfærður kapítalisti að hagnast mest á því að leigja út rússneska kommúnistabíla af Lada-gerð. 

"Það er verstur fjandinn að þeir skuli vera svona ódýrir en samt sterkir" sagði Þráinn.f

"Það sýnir vel hvað rússnesku kommarnir eru slappir að þeir skuli láta mig og Bifreiðar og landbúnaðarvélar græða á lélegu vegakerfi í Rússlandi og kuldunum í Síberíu" bætti Þráinn við. 

Nú eru bílaleigubílar landsins þúsund sinnum fleiri og bílalegurnrar orðnar um 200. 

Og allt í blússandi uppgangi, 20 prósenta fjölgun á einu ári. Gríðarlegt framboð af notuðum bílaleigubílum hefur sett mikið mark á bílasölumarkaðinn og lækkað verðið í átt að því sem hefur verið erlendis, en verð á notuðum bílum hér á landi hefur löngum verið allt of hátt. 

Og framundan hillir undir kerfi, þar sem fólk skiptir notkun á bílum á milli sín, jafnvel daglega, og í gangi verður eignarhald, sem er blanda af einkaeign og sameiginlegri eign. 


mbl.is Aldrei fleiri bílaleigubílar í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband