Breytt ástand á vegunum kallar á breytingar á vegum.

Á aðeins sjö árum hefur ferðamönnum á Íslandi fjölgað margfalt. Ein afleiðing þess er sú, að á vegunum hefur að sama skapi margfaldast þörf fyrir ferðafólk til þess að stansa, skoða útsýnið og taka myndir. 

Þegar slíkt gerist án þess að um útskot sé að ræða skapast ný umferðarhætta, sem bregðast verður við, ekki síst þegar bílar eru stöðvaðir á blindum og varasömum vegaköflum. 

Það sýnir einkennilega en bagalega firringu ef talið er, að það sé óþarfi að bregðast við þessum nýju aðstæðum. 

Þvert á móti er brýn nauðsyn að brugðist sé við þessu, með finna út, hvar helst getur verið ástæða til þess að stansa, og gera þar nógu stór útskot með nauðsynlegum merkingum til þess að aðstoða ferðafólkið við valið og skapa því aðstöðu jafnframt því að auka umferðaröryggi. 

Aðgerðarleysi ber ekki aðeins vott um ákveðna firringu, heldur er það bæði bagalegt og skaðlegt. 


mbl.is Harmar vinnubrögð Vegagerðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikill er harmur og grátur Mývetninga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 09:36

2 Smámynd: Már Elíson

Rífur hinn nafnlausi "haukur..." kjaft, úr glerhúsi líklega. - Landsbyggðin er áreiðanlega búin að borga fimmfalt undir rassg-ð á honum í einhverju formi, en sjaldan launar kálfurinn of eldið..en þó gott að geta falið sig í nafnleysi.

Már Elíson, 12.5.2017 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband