Hver mínúta styttingar aksturstíma kostar þrjá milljarða.

Það má leika sér með ýmsar tölur varðandi Vaðlaheiðargöngin. Ein er stytting aksturtímans vegna ganganna. Ef 70 kílómetra hámarkshraði verður í göngunum, verður styttingin ekki nema 7 mínútur fyrir megnið af bílaflotanum sem fer létt með að halda 90 kílómetra hraða upp á Víkurskarð austan megin frá og tefst varla nema um brot úr mínútu í beygjunum vestan megin í skarðinu. 

Fyrirsjáanlegt var frá upphafi að gjöld í göngin myndu ekki borga þau upp, jafnvel þótt kostnaðurinn við gerð þeirra yrði nálægt áætlunum. 

Ástæðan fyrir óvissunni um umferðina felst í eðli styttingarinnar lengst af ársins. 

Fyrir ferðamenn, sem koma austan að og fara yfir Víkurskarð, fá þeir umbun í formi glæsilegs útsýnis yfir Eyjafjörð þegar ekið er niður að vestanverðu. 

Þessir ferðamenn fá borgað fyrir í spöruðum vegatolli að njóta þessa útsýnis, en verða að vísu í staðinn sjö mínútum lengur á leiðinni. 

Ef kostnaður við göngin verður uppundir 20 milljarðar mun hver spöruð mínúta í aksturstíma kosta hátt í þrjá milljarða króna. 

Jákvæðast við göngin er stóraukið öryggi í samgöngum að vetrarlagi, svo að út af fyrir sig snýst málið ekki um það út af fyrir sig að göngin eru framför í samgöngum. 

En af því að fjármagnið til vegamála er ekki ótakmarkað nema síður sé, snýst málið um það, hvort og þá í hvað hefði þessum miklu fjármunum verið betur varið. 

 


mbl.is Málið var pínt í gegn á sínum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.6.2015:

"Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, gefur lítið fyrir gagnrýni "eftiráspekinga" á framkvæmd Vaðlaheiðarganga sem nú er komin einn og hálfan milljarð fram úr kostnaðaráætlun.

Hann segir að gerð ganganna hafi verið forsenda þess að ráðist var í iðnaðaruppbyggingu á Bakka."

Þingmaður í Norðausturkjördæmi blæs á gagnrýni "eftiráspekinga" á Vaðlaheiðargöng

Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 12:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon veitti margra milljarða króna ívilnanir vegna kísilvers á Húsavík sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, segir nú að verði einnig að gilda fyrir álver í Helguvík.

Steini Briem, 4.9.2013

Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 12:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Ríkið
veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.

Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir
vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið
greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.


Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 12:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.6.2013:

"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík
og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."

"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.

Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.

"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."

"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."

Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík


Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)


Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 12:56

6 identicon

Ertu virkilega að reikna með að einungis einn bíll muni fara í gegnum göngin, einu sinni?

Gulli (IP-tala skráð) 16.5.2017 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband