Miðað við núverandi ástand gæti brautin enn verið opin.

Í tilefni af umræðum um svokallað neyðarbraut á Reykjvíkurflugvelli er tilefni til að fara stuttlega yfir nokkur tæknileg atriði varðandi hana, burtséð frá því hvaða skoðun menn hafi á framtíðar tilvistar hennar.

Þá má nefna eftirfarandi:

Enn hefur ekkert það mannvirki risið við enda NS-SV brautar Reykjavíkurflugvallar sem valdi því tæknilega að brautin þurfi að vera lokuð eins og er. 

Og ekki þyrfti annað þegar sú bygging rís við NA-endann, sem dregur úr möguleikum á notkun hennar, en að hafa þá byggingu tveimur eða jafnvel aðeins einni hæð lægri en áætlað hefur verið til þess að brautin geti nýst á komandi vetri þegar suðvestan hvassviðri fara að herja á og ríkið hefur ekki enn opnað NA-SV flugbraut á Keflavíkurflugvelli eins og tiltekið var í umdeildu samkomulagi ríkis og borgar fyrir nokkrum árum. 

Um allar flugbrautir á Íslandi gildir það, að þær eru aðeins opnar fyrir lendingar og flugtök "on condition", þ. e. í samræmi við tæknilegar aðstæður hverju sinni varðandi veður og ástand brautar. 

Þannig  er flugbrautin alræmda á Norðfirði lokuð, á meðan aurbleyta er of mikil á henni. 

Þegar of mikil hálka myndast á flugbraut eða veður og vindur gerir lendingar eða flugtök varasöm, lokast hún sjálfkrafa á meðan, annað hvort með því að flugumferðarstjóri veitir ekki heimild til lendingar eða í framhaldi af mati flugstjóra, ef ekki er flugstjórnarsvið og flugumferðarstjórn. 

Dæmi:

Þegar þotu hlekktist á á Keflavíkurflugvelli á dögunum, var völlurinn lokaður í nokkrar klukkustundir. Veðuraðstæður voru þannig þennan dag, að brautir gátu verið opnar eða lokaðar á víxl í samræmi við hálkumælingar og skyggni og snjókomu. 

Sérstök athugasemd er í upplýsingumm um Sauðárflugvöll (BISA) þess efnis að hann sé hálendisflugvöllur og að flugmenn skuli því kynna sér vel aðstæður af völdum snævar yfir vetrartímann eða aurbleytu á vorin.  

Í júní ár hvert kanna ég sem umsjónarmaður vallarins ástand hans í sérstakri ferð þangað, þar sem völlurinn er skoðaður, brautir valtaðar, farið yfir brautamerkingar og vindpoki settur upp ef þörf er á.

Síðan sendi ég tilkynningu til Isavia, texta í svonefnda NOTAM-tilkynningu, um að völlurinn hafi verið yfirfarinn og valtaður. 

Stjórnuð umferð er um Reykjavíkurflugvöll, þannig að viðkomandi flugumferðarstjóri á vakt getur bannað tímabundið notkun neyðarbrautarinnar ef þar er skyndilega kominn hár byggingarkrani í aðfluginu úr norðaustri eða ef hálka eða veður gera að verkum, að ekki er gefið lendingarleyfi. 

Notkun brautarinnar hefur alltaf verið takmörkuð og flugtök til dæmis ekki leyfileg til norðausturs, enda miðast notkunin fyrst og fremst við nauðsyn af völdum þess að ekki sé hægt að lenda á hinum brautunum tveimur vegna aðstæðna. 


mbl.is Ekki leyfi fyrir lokun brautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Form­legt leyfi fyr­ir lok­un svo­nefndr­ar neyðarbraut­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli hef­ur ekki verið gefið út af Sam­göngu­stofu, enda hef­ur áhættumat viðvíkj­andi lok­un­inni ekki verið gert."

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:

"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda.

Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga.

Ráðherra hefur frest til 29. september næstkomandi til að loka brautinni en eftir það leggjast dagsektir á ríkið.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur tekið af skarið um að sá frestur verði virtur.

Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð."

Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 12:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband