Óskýr valdmörk íslenskra ráðherra.

Í íslensku stjórnarskránni er engin ákvæði um samábyrgð ráðherra. Aðeins segir að forseti Íslands skipi ráðherra og veiti þeim lausn. 

Í áranna rás hefur myndast hefð varðandi það að ráðherrar séu býsna einráðir varðandi stefnu og gjörðir sinna ráðuneyta og þrátt fyrir ríkisstjórnarfundi og samráð koma upp mál þar sem ráðherra fer sínu fram en aðrir ráðherrar taka ekki samábyrgð. 

Myndast hefur afbrigði af fyrirbæri sem kallað hefur verið "samtrygging" þingmanna, sem felst í erlenda máltækinu "if you scratch my back, I scratch yours", eða, "ef þú lætur eftir mér læt ég eftir þér." 

Af og til koma upp álitamál og deilur þar sem þessar óskýru reglur eru til baga. 

Þetta er einn eitt dæmið af mörgum, sem sífellt koma upp varðandi endurbætur á stjórnarskránni, nú síðast í dag vegna stefnuna varðandi Brexit. 

Stutt er síðan forsætisráðherra ræddi um nauðsynlegar breytingar á einu ákveðnu sviði, sem frumvarp stjórnlagaráðs tekur til, og langoftast er umbeðnar endurbætur sem reglulega er talað um án þess að nokkuð gerist, að finna í stjórnarskrá stjórnlagaráðs, svo sem um ráðherraábyrgð, þar sem einstakir ráðherrar geta ekki firrt sig ábyrgð af gjörðum annarra ráðherra, nema með sérstakri bókun, ella teljist þeir samábyrgir. 


mbl.is Þetta kallast kosningasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ef einstakir ráðherrar þyrftu að hefja hvern ráðherrafund á  sérstakri bókun sem firrir þá ábyrgð af gjörðum annarra ráðherra þá mundu allir ráðherrafundir hefjast á þeirri bókun frá þeim öllum. Einstaklega heimskuleg tillaga sem er algerlega gagnslaus nema í draumaheimi stjórnlagaráðs þar sem ráðherrar sækjast eftir að bera ábyrgð á gjörðum annarra ráðherra.

Hábeinn (IP-tala skráð) 22.5.2017 kl. 13:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðherrar fara með æðstu miðstjórn innan stjórnsýslunnar og fara í reynd með það framkvæmdavald sem forseta Íslands er formlega veitt í stjórnarskránni.

Þeir bera ábyrgð á öllum stjórnsýsluathöfnum í þeirra eigin ráðuneytum samkvæmt stjórnarskránni og lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.

Ríkisstjórnin tekur hins vegar sameiginlegar ákvarðanir á ráðherrafundum.

Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963:

"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."

Forseti Íslands sækir vald sitt beint til þjóðarinnar en samkvæmt stjórnarskránni er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.

Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.

Alþingi getur með þingsályktun kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir um þau mál.

Þorsteinn Briem, 22.5.2017 kl. 14:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var sakfelldur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ætti að sjálfsögðu ekki að þurfa að segja lögfræðingnum Bjarna Benediktssyni að breyta þurfi stjórnarskránni til að hægt sé að leggja niður Landsdóm.

"Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur rétt að "setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.""

"14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."

Stjórnarskrá Íslands


Lög um Landsdóm nr. 3/1963


Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963

Steini Briem, 30.6.2013

Þorsteinn Briem, 22.5.2017 kl. 14:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta kall­ast á ein­faldri ís­lensku kosn­inga­svik," sagði Lilja [Alfreðsdóttir]."

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009, bls. 4:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi
sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 22.5.2017 kl. 14:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rúmlega 90% þingfulltrúa á rúmlega 900 fulltrúa flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti að hefja ætti aðildarumsókn [að Evrópusambandinu]."

Þorsteinn Briem, 22.5.2017 kl. 14:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 22.5.2017 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband