Óþarft rugl og vandræði allt í kring.

Enga umferðarstjórnun hefur verið að sjá á svæðinu í kringum umferðarteppuna við Klambratún undanfarna daga. 

Bílstjórar hafa tekið upp á hinu og þessu til þess að minnka vandræði sín, en vegna skorts á upplýsingum og stjórnun, hafa aðgerðir þeirra oft gert illt verra. 

Fyrst í stað voru áhrifin hrein og bein: Það varð umferðarteppa á Miklubrautinni sjálfri.

Síðastliðinn þriðjudag, tveimur dögum eftir að þetta nýja ástand myndaðist var greinilegt, að margir bílstjórar ákváðu að finna sér "hjáleiðir" framhjá teppunni. 

En þá tók ekki betra við. Svo margir völdu sér samtímis "hjáleiðirnar", svo sem Sæbraut og Kringlumýrarbraut, að þar mynduðust ferlegar umferðarteppur, en hins vegar varö umferðin um Miklubrautina jafnvel of lítil og gat verið meiri! 

Á tímum samskiptatækni er þetta ótækt, því að ekki hefði þurft nema tvo til fjóra lögregluþjóna með talsstöðva- eða farsimasamand sín á milli til þess að skiptast á upplýsingum um umferðarþungann og veita bílstjórum upplýsingar með því að veifa skiltum eða stýra flæðinu. 

Einu vegfarendurnir sem þetta bitnaði ekki á, voru ég og aðrir sem voru á hjólum. En við vorum og erum aðeins lítill hluti af vegfarendum. 


mbl.is Mengun við Miklubrautina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta eru framkvæmdir á vegum ríkisins en ekki Reykjavíkurborgar, þar sem Miklabraut er þjóðvegur og lögreglumenn eru starfsmenn ríkisins en ekki borgarinnar.

Þorsteinn Briem, 27.5.2017 kl. 10:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess heldur ætti að nota starfskrafta lögreglumanna. 

Ómar Ragnarsson, 28.5.2017 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband