"Eru á ferli úlfur og refur..." Æpandi og háskalegar mótsagnir Trumps.

"Örn í furutoppi sefur, / eru á ferli úlfur og refur.."

Ofangreind ljóðlína úr kvæði Gríms Thomsens um Arnljót Gellini í dálítið hálfkæringslegri notkun, koma í hugann þegar litið er á hinar æpandi mótsagnir, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt heimsbyggðinni síðan hann braust til valda í Bandaríkjunum og valdið með því ólgu, öryggisleysi og óróa.

Trump kveikti elda í kosningabaráttunni á marga vegu og sakaða meðal annars Obama og Hillary Clinton beint og hiklaust um að hafa stofnað Íslamska ríkið með því að veita uppreisnarmönnum í Sýrlandi hernaðarlegan og fjárhagslegan stuðning.

Eitt fyrsta verk hans sem forseta er síðan að fara langt fram úr Obama og Clinton í hernaðarlegri innspýtingu í púðurtunnuna í Miðausturlöndum og dæla meira fé í hergagnaiðnaðinn í Bandríkjunum í einu stökki en dæmi eru um á síðari tímum.

Á sama tíma gerist hann mesti "fundaskelfir" heims með háskalegum yfirlýsingum um að Bandaríkin muni geta átt það til að standa ekki við grundvallaratriði NATO um að árás á eitt ríki bandalagsins teljist árás á þau öll.

Trump gumar af "einstæðum stórsigri" sínum í forsetakosningunum þótt í raun hafi þremur milljónum fleiri kjósendur kosið Hillary Clinton en Trump.

Það er í samræmi við firringu hans, sem hefur meðal annars birst í því að hann hefur túlkað hvert einasta gjaldþrot sitt og ófarir sem "mikla sigra." 

Skammsýni, grunnhyggni, fáfræði og einsýni Trumps virðast fá takmörk sett, samanber það hvernig hann kippir Bandaríkjunum út úr samstöðuhópi þjóða heims um aðgerðir í umhverfis- og orkumálum.

Ofangreind lýsing kann að þykja óvægin en því miður er hún sönn og það á eftir að koma betur í ljós, því miður.  


mbl.is Segir Trump veikja Vesturveldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband