Hversu langt afturábak? 30 ár? 50 ár?

Trump á sér sinn sérstaka "ameríska draum". Það er að færa land sitt og þjóð svo langt afturábak í tímanum að Bandaríkin verði eins "frábær" og þau voru þegar meira en helmingur allra bíla heims var framleiddur þar í landi og milljónir verkamanna höfðu vinnu við verksmiðjurnar miklu í Detroit, Dearborn og Kenosha. (GM, Chrysler, Ford og AMC).

Þessi hluti hins bandaríska hagkerfis er nefndur hér, af því að það voru Bandaríkjamenn sem gerðu bílinn að tákni langstærsta iðnaðarveldis heims og ameríska draumsins.  

Það voru kjósendur á þessu svæði sem gerðu honum kleyft að fá meirihluta kjörmanna út á minnihluta kjósenda, nánar tiltekið þremur milljónum færri atkvæða en Hillary Clinton. 

Eina leiðin sem hann sér til þess að laða fram þennan horfna "mikilleika" er að slá niður þær mengunarkröfur og kröfur til heilnæms umhverfis og sjálfbærra atvinnuvega sem hafa að hans dómi valdið því nánast einar og sér að Ameríka sé ekki lengur frábærust og mikilfenglegust. 

Ásamt því að draga sig út úr samvinnu þjóða í tollamálum og fleiri alþjóðlegumm viðfangsefnum, skilur hann þegar eftir sig afnám fjölda takmarkana á því að eitra og spilla umhverfinu, bara til þess að stóriðjufyrirtækin fái að leika sem lausustum hala.  

Það er sennilega einsdæmi í heimssögunni að eitt stórveldi skuli skera sig frá órofa samstöðu nær allra ríkja heims, sem á sér engin fordæmi, 195 ríki.

Eina smáglætan í málinu hvað Bandaríkin varðar er að það var Kaliforníuríki, sem ruddi brautina á sjöunda áratugnum fyrir að koma böndum á loftmengun, sem var orðin stórlega heilsuspillandi og fólst í þokulofti af sóti og útblæstri sem lék um borgir þess ríkis. 

Um margra ára skeið neyddust bandarískir bílaframleiðendur til að framleiða bíla, sem voru sérstaklega útbúnir til að standast kröfur Kaliforníuríkis. 

Með tímanum fylgdu æ fleiri fordæmi Kaliforníubúa þannig að í dag hefði maður ætlað að enginn myndi láta sér detta í hug að færa klukkuna afturábak. 

En sú hefur orðið raunin, óþyrmilega vægast sagt. 

Eina vonin núna er að í krafti mikils mannfjölda í ríkjum eins og Kaliforníu, verði hægt að gera svipað og byrjað var að gera um 1970 til að fá önnur ríki í BNA til að taka sönsum. 


mbl.is Ákvörðun Trump „mikil ógn við Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

CO2 er ekki mengun.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.6.2017 kl. 23:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Koltvísýringur er ekki mengun segir Trump með nefið við útblástursrörið og bílinn í gangi, leiðir svo slöngu frá rörinu inn í bílinn, sest inn og lokar gluggunum.

Þorsteinn Briem, 1.6.2017 kl. 23:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 1.6.2017 kl. 23:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007

Þorsteinn Briem, 1.6.2017 kl. 23:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 1.6.2017 kl. 23:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalatriðið er að minnka þarf mengun í heiminum.

Þorsteinn Briem, 1.6.2017 kl. 23:39

12 identicon

her talar Anna Siguriður Guðmundsdóttir af miklu viti

http://kristbjorn.blog.is/blog/kristbjorn/entry/2197018/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 23:45

13 identicon

Horfum að eins víðar og notum punktinn sem Ómar er að tala um með strangar mengunarreglur í Kaliforníuríki sem höfðu áhrif á önnur ríki í U.S. Ef Bandaríkin færir mest af framleiðslunni heim aftur sem hefur tapast síðustu áratugina þá frá ríkjum sem menga það mikið að varla sérst á milli húsa við franleiðsluna er Trump að gera góða hluti fyrir sína þjóð og í leiðinni minnkar mengun í heiminum vegna strangari löggjafar í Bandarríkjunum en í þróunarlöndunum. Trump flottur tvær flugur í einu hjá forsetanum gerir ofurveldið Bandaríkin stórfengleg á ný með minni mengun á jarðarkringlunni og býr til meiri mengunarkvóta heima hjá sér upp á framtíðina því þó Bandaríkin skrifi ekki undir núna geta þeir gert það seina þegar hlutdeildin í megnunarkvótanum er í samræmi við hversu Bandaríkin eru stór í heildarmyndinni sem sért illa núna vegna móðunar hvað stór hluti af hagkerfinu hefur verið flutt út til annara landa sem búa við léttvægara regluverk vegna mengunar en Kaliforníuríki. Tær snild! 

Baldvin N.

B.N. (IP-tala skráð) 2.6.2017 kl. 00:21

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Trump átti sannarlega erindi í æðstu valdastöðu BNA. Við verjumst þar til okkar vonarstjarna birtist í sortanum og uppfyllir væntingar okkar um farsælt íslenskt ríki.

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2017 kl. 02:03

15 identicon

Vid eigum enn morg ár í thad, ad ná okkur eftir

Eyjafjallagosid. Held ad útgerdarmenn verdi ad

leggja fjandans togurunum svo Árni verdur ánaegdur.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 2.6.2017 kl. 03:40

16 Smámynd: Einar Haukur Sigurjónsson

Það er eins og fólk skilur ekki almenna hagfræði.

Öll breyting hefur áhrif á hagkerfið.

Til dæmis segjum að Trump ákveður að lögleiða fíkniefni og "enda War on drugs". Hvað gerist? Endalaust af lögreglumönnum missa vinnuna. Endalaust af FBI og DEA missa vinnuna. Endalaust af landamæraeftirlitsstarfsmenn missa vinnuna. Endalaust af fangavörðum missa vinnuna enda yrðu fangelsin hálf tóm. Það er "fyrsta stigið". Annað stigið er endalaust af starfsfólki sem hagnast á því að þjónusta þetta fólk missir vinnuna. Þau hafa ekki laun til að kaupa jafn mikið úr verslunum. Bío. Mat. Föt. Þar með missir fólk vinnu í þeim bransa. Sem fer á þriðja stig. Starfsmenn banka og því um líku.

Það þarf að horfa á þetta í "Macro Economics". Starfsfólk hættir að vera neytendur. Þjónar missa því sín störf. Fyrirtæki fara á hausinn. Bankar tapa.

Skiptir virkilega ekki máli hvað það er. Um leið og eitthvað er gert sem hefur áhrif á heildina. Hefur það dominos áhrif frá grunni til tops.

Donald Trump þarf hinsvegar að drulla sér að átta sig á því að Bandaríkin verða aldrei eins og þau voru afþví nú eru Bandaríkin í stríðsiðnaðinum. Stríðsiðnaðurinn er nú til dags þeirra "Verksmiðjur". Peningarnir sem Bandaríkin eru að hagnast útaf stríðum og óstöðuleika um heim allan er þeirra nýji "Ameríski draumur".

Áætlunin er að landið hagnist sem eining ekki fólk sem einstaklingar. Ameríski draumurinn er að vera háður deyfandi lyfjum frá læknum. Heimskulegu sjónvarpsefni sem virkilega gegnur aðeins þeim tilgangi að halda fólki heimsku. Og svo auðvitað fitandi og óhollan mat. Svo lengi sem almenningur heldur sig við þá áætlun. Því betur gengur Bandarìkin... Donald Trump þarf að flýta sér að læra það 🤗😇🤔

Einar Haukur Sigurjónsson, 2.6.2017 kl. 04:23

17 identicon

Einasta glætan í þessu öllu er að líklega verður valdatími Trumps ekki langur.

Á hverjum degi koma fram ný sönnuunargögn fyrir því að maðurinn er bæði glæpamaður og geðsjúklingur.

Geir Magnusson (IP-tala skráð) 2.6.2017 kl. 09:28

18 Smámynd: Mofi

Ómar, veistu hvað Vatnajökull var kallaður hérna áður fyrr? Vinur minn sagði mér að hann hafði annað nafn fyrir langa löngu.

Mofi, 2.6.2017 kl. 11:44

19 identicon

Mofi! Vatnajökull var margklofinn
og þar af nafnið Klofajökull.

Láttu engan segja þér annað!

Húsari. (IP-tala skráð) 2.6.2017 kl. 20:24

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einum degi áður, og nokkrum dögum eftir að Helguvíkur mengunarverksmiðjunni var startað aftur eftir mengunarlyktar hlé, þá fjölgaði svörtum mengunarskýjum yfir suðvesturhorni Íslands. Með tilheyrandi heilsufarslegum mengunaróþægindum, sem þeir finna fyrstir sem eru veikastir fyrir.

Það kom frétt stuttu áður í einhverri fjölmiðluninni að Kanada sæi nú um NATO "loftrýmisgæslu" yfir Íslandi?

Í hverju felst þessi svokallaða NATO "loftrýmisgæsla" í raun og veru?

Að dreifa mengun yfir ríki sem á að loka tilkostuðum gölluðum verksmiðjum vegna "verksmiðjumengunar"?

Þetta ætti að vera hverjum einasta fjölmiðli heimsins mjög umhugsunarvert og umfjöllunarvert verkefni, að kanna staðreyndir mengunarmála í ríkjum heimsins.

Ég er ekki að verja mengandi verksmiðjur, síður en svo.

En ég ætlast til að umfjöllun um mengunarskaðvalda séu byggðar á skilgreindum og sönnuðum staðreyndum mengunarmælingum um mengunarskaðvaldana.

Annars er ekki réttlætanlegt að krefja einn eða neinn um mengunarskaðaskatt hér á jarðarkringlunni. Það hljóða allir valdsins vandaðir, heiðarlegir og réttlátir þjóðhöfðingjar að skilja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.6.2017 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband