Samkvæmt "friðarstefnu" Trumps?

Mossadeck, forsætisráðherra Írans, var fyrsti þjóðarleiðtoginn í Arabalöndunum, sem hóf að andæfa lymskulegri heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna og Breta eftir Seinni heimsstyrjöldina, sem byggðist á því að hafa yfirráð yfir olíulindunum á þessu svæði og arðræna þær þjóðir eins og framast var unnt, sem bjuggu á þessu svæði. 

Írönum hefur ekki verið fyrirgefið 70 árum síðar að hafa verið fyrstir til andófs, og enn síður eftir að þeir bættu um betur 1979. 

Þegar Saddam Hussein efndi til ófriðar við Írani studdu Bandaríkjamenn hann með ráðum og dáð. En síðan reis skepnan gegn skapara sínum ög frá 2003 hafa Kanar eftir innrás í landið verið aðal orsakavaldar þeirra óskapa sem yfir Írak, Sýrland og Líbíu hafa dunið með afleiðingum langt norður eftir Evrópu. 

Donald Trump gagnrýndi þessa stefnu harðlega í kosningabaráttunni, en verður síðan fyrstur manna til að moka eldneyti í á ófriðareldana, sem ríkja á milli ríkja Súnníta og Shíta á svæðinu, og hefur með dæmalausum hergagnasölusamningi við Sádi-Araba auk hvatningar til stríðs við Írandi sett nýtt met í afskiptum Kana af þessu óróasvæði. 

Bandalag fimm Arabaríkja gegn Katar er andsvar við hvatningu Trumps til efna til átaka og illdeilna við Írani og vandséð hvernig í ósköpunum hægt er að kenna þessa stefnu Trumps við frið.  


mbl.is Slíta stjórnmálasambandi við Katar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Hérna er mögnuð ræða varðandi Bandaríkin og stríð https://www.facebook.com/abnormalsocietymedia/videos/1453160404779201/

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2017 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband