Nokkurs konar drepsóttir í íslenskum byggingum.

Þótt torfbæirnir íslensku þættu ekki merkilegar byggingar entust þeir þó lengur en raunin er um margar af myndarlegustu steinbyggingum samtíma okkar. 

Þegar Ragnar sonur minn kom frá námi í byggingarverkfræði í Danmörku, hafði hann sérhæft sig, bæði verklega hér heima og líka í náminu í viðhaldi og endurnýjun steinhúsa. 

Hann sagði mér, að ef hann hefði komið 20 árum fyrr úr námi, hefði hann lagt til sem skásta kost, að rífa Þjóðleikhúsið vegna skemmda og reisa það nokkurn vegin eins á áberandi og góðum stað þar sem þessi merkasta bygging Guðjóns Samúelssonar fengi að njóta sín. 

Þetta þóttu mér ansi mögnuð ummæli þá, en þegar verið er að rífa æ fleiri tiltölulegar nýbyggðar steinbyggingar hverja á fætur annarri,eða að standa í stórfelldum viðgerðum, svo sem núna er í Borgarsptítalanum í Fossvogi, er ljóst að það er eitthvað verulega mikið að í gerð og viðhaldi steinhúsa hér á landi. 

Hvað hús LSH áhrærir, þá er þar meðal annars um það að ræða,  að í "sparnaðarskyni" hefur viðhtald á þeim verið stórlega vanrækt áratugum saman og því eru sjúklingar þar þessa dagana með eyrnatappa. 

Það er eins og að sauðfjárpestirnar, sem herjað hafa á landinn síðustu tvær aldir, séu hlaupnar í húsin. 

En þær og húsapestirnar eiga það sameiginlegt að vera að meira eða minna leyti af mannavöldum. 


mbl.is Lagt til að Kársnesskóli verði rifinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Torfbærinn andaði og var ofast þurr. Svo mynduðuðust aldrei nein hitaskot, þetta var allt jafn kalt og gott var að koma inn í svalann á heitum sumardögum, en verra á vetrum þegar hlandið í koppunum gat frosið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.6.2017 kl. 09:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið verk að halda við gömlu íslensku torfbæjunum og nú rándýrt en sjálfsagt að gera það.

Nú er víða verið að fjarlægja torf og mold frá steyptum kjallaraveggjum hér á Íslandi og setja möl í staðinn.

Þorsteinn Briem, 10.6.2017 kl. 11:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útveggir í mörgum steyptum húsum hérlendis voru einangraðir með torfi sem seig smám saman.

Undirritaður átti tvær íbúðir í húsi hér í Reykjavík byggðu árið 1928, þar sem þannig var í pottinn búið, og dönsk vel læsileg dagblöð frá þeim tíma voru við veggina í húsinu undir veggfóðrinu.

Þorsteinn Briem, 10.6.2017 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband