17. júní í Mosó. Ófyrirsjáanlegar dýrlegar afleiðingar barneigna.

Flugdagurinn á Akureyri var í hávegum hafður hjá mér um áratuga skeið og aðstoðaði ég við það árlega að halda uppi kynningu á atriðum á flugsýningunni. Var þetta snar þáttur í lífinu á þessum árum, því að á Akureyri á ég einhverja nánustu og bestu vini mína, einkum þá sem hafa lifað og hrærst í fluginu þar. Mosó 17.júní 17 (2)

En ég áttaði mig ekki á því fyrir hálfri öld hvaða afleiðingar miklar og örar barneignir á árunum 1962-1974 myndu hafa hálfri öld seinna. 

En þá var flugdagurinn jafnan um Jónsmessu á sama degi og eitthvert af 20 barnabörnum útskrifaðist úr háskólanámi og auðvitað hafði fjölskyldan forgang fram yfir flugdaginn. 

Þar að auki hefur Fornbílaklúbbur Íslands haldið aðal hátíð sína á Selfossi sama dag, þannig að bæði flug og bílar hafa orðið að víkja þá helgi. Mosó 17. 6. 17

Nú bregður svo við að í fyrsta sinn í mörg ár úrskrifast ekkert barnabarn úr háskólanámi um Jónsmessu. 

En einmitt þá er flugdagurinn færður fram til 17. júní, sem ævinlega hefur verið helgaður fjölskyldunni eins og hægt hefur verið. 

Flest barnabarnanna eiga heima í Mosfellsbæi og þar var líka þjóðhátíðardagurinn haldinn með pomp og pragt. Mosó 17.6.17

Set hér inn myndir frá deginum, þar sem meðal annars má sjá Evu Ingadóttur (og Ölmu) lætur Kristínu Rán Guðjónsdóttur mála á sig kisuandlit í tilefni dagsins sem er svo yndislegur í faðmi sinna nánustu.

 

Mosó 17.6.17 (2)


mbl.is Listflug og 17 júní-gleði á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband