Suðurlandsflugvöllur yrði á sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur.

Af og til kemur upp umræða um að stór alþjóðaflugvöllur við Selfoss eða Hellu gæti orðið varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, nú síðast í grein í Morgunblaðinu. 

Þá er alveg skautað yfir það að sunnan-og sauðaustlægum vindáttum er Suðurlandsundirlendið á sama veðursvæði og Suðurnes. 

Þar að auki er Ingólfsfjall svo nálægt Selfossi að fjallið veldur skæðum sviptivindum í hvassri norðanátt á Selfossflugvelli. 

Í suðvestanátt, likri þeirri sem lokaði Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi, er Reykjavíkurflugvöllur að vísu á sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur, en í sunnan- og suðaustanáttum er Reykjavíkurflugvöllur í vari fyrir suddanum og þokunni sem lokar stundum öllu svæðinu frá Suðurnesjum og austur um Suðurland. 

Sérstakur ferðamannaflugvöllur við Hellu er allt of dýr framkvæmd til þess að hægt sé að réttlæta hana. 

Frá Selfossi eða Hellu er lítið styttra að fara "Gullna hringinn" um Þingvelli, Gullfoss og Geysi heldur en frá Reykjavík. 

Ef menn vilja stytta leið erlendra ferðamanna til Íslands um Gulna hringinn væri nær að lengja austur-vesturbrautina í Reykjavík og stórminnka með því í leiðinni flugumferð um norður-suðurbrautina yfir Kvosina og Kársnes. 

Þess má geta að um það leyti sem flugvélum var bægt frá Keflavíkurflugvelli vegna slæms skyggnis var rakastig á vellinum 101% og einnig 100% á veðurathugunarstöðinni á Kálfhóli, sem er næsta veðurstöð við Selfoss á Suðurlandsundirlendinu. 

Á sama tíma var rakastig mun lægra á Reykjavíkuflugvelli eða 93% en í suðvestanátt stendur vindur þvert á norður-suðurbrautina, sem er eina braut vallarins sem er nógu löng til að gagnast meðalstórum þotum. 

Ef austur-vestur brautin væri lengri brautin myndi notagildi vallarins og gildi hans sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll stóraukast. 

Rétt er að geta þess að í vest-norð-vestan átt er oft bjart á Suðurlandsundirlendingu þegar þungt er yfir Faxaflóa. 

En þessi tilfelli eru margfalt óalgengari en sunnan- og suðaustanáttirnar. 


mbl.is Þurftu að lenda á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu ógæfukrötunum í ráðhúsinu það...

GB (IP-tala skráð) 18.6.2017 kl. 13:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sá fyrsti sem sagði þetta opinberlega svo að vitað sé, var Agnar Koefoed-Hansen í Morgunblaðsviðtali 1956, og þetta hefur verið vitað alla tíð síðan nema kannski hjá þeim sem stunda "áunna fáfræði."

Þá voru millilandaflugvélar mun hávaðasamari en nú og Fjarkarnir og Sexurnar síðar höfðu litla klifurgetu fullhlaðnar. 

Nú er öldin allt önnur, nýjustu þoturnar og skrúfuþoturnar orðnar miklu hljóðlátari, svo hljóðlátar að 88 farþega fjögurra hreyfla þota, sem færeyska flugfélagið notaði árum saman í Færeyjaflugi, fór oft daglega um Reykjavíkurflugvöll án þess að fólk yrði hennar vart.

Þar að auki er hægt að setja hávaðatakörk og önnur takmörk eftir þörfum á notkun vallarins. 

Ómar Ragnarsson, 18.6.2017 kl. 13:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla einkennilegt stagl um að lengja flugbraut á Reykjavíkurflugvelli þegar flugvöllurinn á að fara eftir nokkur ár.

Þar að auki eru flugvellir á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll en ekki Reykjavíkurflugvöllur.

Þorsteinn Briem, 18.6.2017 kl. 16:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.

Þorsteinn Briem, 18.6.2017 kl. 16:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

Þorsteinn Briem, 18.6.2017 kl. 16:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 18.6.2017 kl. 16:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 18.6.2017 kl. 16:31

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkomulagið sem hin svokallaða Rögnunefnd byggist á:

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 18.6.2017 kl. 16:31

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

16.2.2012:


Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:


Þorsteinn Briem, 18.6.2017 kl. 16:36

10 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Steini Briem !

Bara: svona enn einu sinni, vil ég minna þig á / sem og aðra landsmenn (í tilefni athugasemdar þinnar nr. 3 / auk annarra svo sem líka), að Bretar afhentu landsmönnum öllum Reykjavíkurflugvöll á sínum tíma, ekki einungis Reykvíkingum.

Ertu nokkuð - að ganga erinda Valsmanna græðgishyskisins (svonefnds Valsmannafélags), sem ágirnist Vatnsmýirina alla, undir áframhaldandi lóða brask sitt, undir leiðsögn hinna ófyrirleitnu Ess- Bjarnar / Holu (hljóms) Hjálmars og Dags B., Steini minn ?

Endilega: viðurkenndu það þá, sé sú raunin, Steini Briem.

Með beztu kveðjum - sem oftar, af Suðurlandi / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2017 kl. 16:45

11 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Út og suður fara rökin fyrir því að leggja niður flugvöllinn. Eru sumir komnir í einhverskonar móðursíkiskast og ættu að flytja til Hveragerðis og heit böð. Þetta hatur gegn almennum borgurum er farið að verða komið á þann punkt að Strákarnir fari í klofstígveli og taki með sér Stóru Strákústana og sópa hreint á götum borgarinnar alla leið upp í Blesugróf.

Eyjólfur Jónsson, 18.6.2017 kl. 16:47

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... nýju vélarnar [Bomb­ar­dier Q400] geta flogið allt að 25% hraðar en Fokker F50 vélarnar."

Innanlandsflugið verður hugsanlega fært frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar með skemmri flugtíma í innanlandsfluginu og hraðlest á milli vallarins og Reykjavíkur.

15.12.2015:

"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.

Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.

Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."

Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur eftir átta ár

Þorsteinn Briem, 18.6.2017 kl. 16:50

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið hafið aldrei grætt á því að vera með skítkast í garð undirritaðs vegna flugvallarmálsins eða nokkurra annarra mála.

8.6.2017:

Sterk staða meirihlutans í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 18.6.2017 kl. 17:05

14 identicon

.... Steini !

Hvar: gætir skítkasts í þinn garð (v. / flugvallarmáls t.d.) af minni hálfu, hér að ofan ?

Ég æskti þess einungis - að þú svaraðir fyrirspurn minni um, hvort þú værir að ganga erinda leiðinda lýðsins- og oflátunganna gráðugu, Valsmanna.

Er einhverjum vandkvæðum bundið, að svara því,, eða, ......... ?

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2017 kl. 17:17

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Fó fólk sem býr t.d. í Breiðholti og ætlaði í flug frá keflavík myndi aldrei taka lestina frá BSÍ. Það myndi frekar taka leigubílinn beint til keflavíkur í stað þess að eyða hálftíma í að láta hann aka til BSÍ, eyða þar 15. min í að kaupa farmiða með lestinni og gættu að því Steini að lestin fer ekki af stað á 250 km/ klst hvað þá að hún neglir niður á nóinu þegar til keflavíkur er komið.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.6.2017 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband