Tapað kapphlaup?

Fyrir um 30 árum sat ég við hliðina á Karli Kristjánssyni lækni á leið frá Akureyri til Reykjavíkur.  

Karl reifaði fyrir mér framtíðarsýn í sýklafræðum, sem var hrollvekja og afar fræðandi. 

Á þessum tíma lifðu menn enn í ljóma sigra byltingarkenndra lyfja eða bólusetninga gegn skæðum sjúkdómum eins og berklum, mænuveiki og mislingum. 

Framtíðin virtist björt, en fróðleikur Karls var á skjön við þessa glansmynd. 

Í stuttu máli hann á þá lund, að sýklarnir mynduðu þol gagnvart lyfjunum, og þar ylli mestu ofnotkun á sýklalyfjum og slæleg notkun eiturlyfjafíkla, sem gleymdu að taka lyfin reglulega til enda. 

Smám saman yrði til kapphlaup milli lyfjafræðinga og sýkla, sem endað gæti í því að lyfin yrðu að vera svo sterk til að drepa sýkilinn, að þau dræpu ekki aðeins hann, heldur líka hýsilinn, þ.e. manneskjuna. 

Rúmum tuttugu árum eftir þessa birtingu hins dökka spádóms, lenti ég síðan sjálfur í því að nota þurfti sterkt lyf gegn miklu graftarkýli á baki mínu, af því að venjuleg sýklalyf dugðu ekki. 

Afleiðingin varð sú að líkami minn þoldi ekki lyfið þannig að það varð svonefndur lifrarbrestur. 

Hún þoldi ekki fitu og afleiðingin varð ofsakláði með samfelldu svefnleysi í þrjá mánuði. 

Mikill hluti tímans fór í mók í óráði og raunverulegur svefn fékkst aldrei. 


mbl.is Lekandi að verða ólæknandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill Ómar. En kapphlaupið er ekki á mill lyfjafræðinga og sýkla, heldur á milli efnafræðinga og sýkla.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.7.2017 kl. 23:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta var lyfið Augmentin sem þú þoldir ekki var ekki svo Ómar.

Ég hef fengið þetta lyf og orðið frábærlega gott af og lyfið drepið niður sýkingar í mér. Ég tek það hiklaust ef með þarf. Svona er þetta misjafnt.

Halldór Jónsson, 9.7.2017 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband