Meðaltölin segja allt.

Að meðaltali rignir um 800 millimetra á ári í Reykjavík og hitinn í júlí rétt slefar yfir 10 stig. Að meðaltali er hámarkshiti hvers dags 13 stig en lágmarkshitinn á nóttinni 8 stig. 

Að meðaltali er sólskin 6 stundir á dag. 

Á sunnanverðu landinu taka mótshaldarar útihátíða í raun mikla áhættu, því að líkurnar á rigningu mótsdagana eru 2 á móti einum, rigningunni í vil. 

Þess vegna var það skemmtilega orðað hjá Jónasi heitnum Guðmundssyni stýrimanni, að bjartsýni Íslendinga varðandi útiskemmtanir væri með ólíkindum, - það væri eins og þeir héldu að það rigndi aldrei nema 17. júní. 

En eitt meðaltal er alltaf eins þess efnis að í tvo mánuði á hverju ári, frá því um 20. maí til 20. júlí, er birta allan sólarhringinn, þegar miðað er við þann tíma sem sólin fer ekki meira en 6 gráður undir sjóndeildarhringinn. 

Enn lengri er þessi tími fyrir norðan. 

Og þetta síðasta atriði vegur þungt þegar valið stendur milli þess að halda sig á skerinu eða fara utan. 


mbl.is Venjulegt íslenskt sumarveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rigning er að sjálfsögðu ekki vont veður, enda eru útihátíðir allar helgar á Íslandi á sumrin.

Og engin sérstök ástæða til að gleðjast yfir birtu allan sólarhringinn, því menn þurfa um átta klukkutíma svefn.

Þorsteinn Briem, 16.7.2017 kl. 17:50

2 identicon

Já, birta allan sólarhringinn vegur þungt þegar valið stendur milli þess að halda sig á skerinu eða fara utan. Margir fara fegnir að geta sofnað og sofið án dagsbirtunnar. Ná engri hvíld yfir sumarið nema skreppa utan þangað sem nótt er nótt og dagur dagur. Þangað sem sól sést og dagar eru ekki blautir og gráir. Margir héldu að 50 gráir skuggar væri saga af Íslensku sumri. Já, valið vefst ekki fyrir flestum.

Birta allan sólarhringinn er fyrir útlendinga sem stoppa hér nærri 4 nætur að meðaltali frábær söluvara, eins og 1400kr rúnstykki.

Hábeinn (IP-tala skráð) 16.7.2017 kl. 17:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldi sólskinsstunda að meðaltali í Reykjavík í apríl til ágúst 2000-2014 og London Heathrow 1981-2010:

Apríl í Reykjavík 172,
apríl í London 169,

maí í Reykjavík 230,
maí í London 199,

júní í Reykjavík 198,
júní í London 204,

júlí í Reykjavík 185,
júlí í London 212,

ágúst í Reykjavík 177,
ágúst í London 205.

Sólskinsstundir í Reykjavík í þessum fimm vor- og sumarmánuðum voru því samtals 962 en í London 989 og munurinn er einungis 2,8%.

Þorsteinn Briem, 16.7.2017 kl. 19:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokknum er hins vegar alltaf skítkalt, sama hvar hann er á hnettinum.

Þorsteinn Briem, 16.7.2017 kl. 19:24

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er persónubundið hvort næturbirtan fer vel eða illa í fólk. Engin könnun hefuur verið gerð á því, hvor hópurinn er stærri, en á okkar tímum er auðvelt að draga einfaldlega fyrir glugga til að hafa myrkur yfir nóttina og sofa vel. 

Ég var í sveit fyrir norðan 9-14 ára og fannst alltaf stórkostlegt að hafa birtuna sem lengst. Enn í dag finnst mér það gott að þurfa ekki að paufast með ljós þegar ég er að sýsla eitthvað úti við á kvöldin. 

Ómar Ragnarsson, 16.7.2017 kl. 20:37

6 identicon

Og það er vissulega einnig persónubundið hvort birta allan sólarhringinn vegi þungt þegar valið stendur milli þess að halda sig á skerinu eða fara utan. Það má passa sig á alhæfingum og ekki gefið að öllum finnist ætíð það sama og þér þegar þú varst 9-14 ára í sveit fyrir norðan.

Hábeinn (IP-tala skráð) 16.7.2017 kl. 21:17

7 identicon

Var að verða 20 ára þegar ég fór fyrst til útlanda, vandist því að sofa við birtu á sumrin en það var aldrei dregið fyrir glugga í mínu foreldrahúsi. Hef síðan verið búsettur erlendis þar sem myrkur er mest alla nóttina. Síðusti árin hef ég hinsvegar dvalið hér á Íslandi á sumrin og birtan truflar ekki svefn minn á nokkurn hátt. En eins og Ómar réttilega segir er þetta persónubundið. Útlendingar vilja geta dregið fyrir glugga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.7.2017 kl. 21:31

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð eru þessi skrif þín, Ómar.

Jón Valur Jensson, 17.7.2017 kl. 00:30

9 identicon

Sæll Ómar.

Í Litlu hugsanabókinni
segir Guðbergur Bergsson:

"Á Spáni þekkti ég konur
sem fóru í kirkju fyrir dagmál
til að ná í skottið á Guði
og missa ekki af honum í sólarljósið."

Húsari. (IP-tala skráð) 17.7.2017 kl. 11:53

10 Smámynd: Már Elíson

Frásögn Ómars :

"Ég var í sveit fyrir norðan 9-14 ára og fannst alltaf stórkostlegt að hafa birtuna sem lengst. Enn í dag finnst mér það gott að þurfa ekki að paufast með ljós þegar ég er að sýsla eitthvað úti við á kvöldin."

Útsetning "hábeins hins heimska" : 

"Það má passa sig á alhæfingum og ekki gefið að öllum finnist ætíð það sama og þér þegar þú varst 9-14 ára í sveit fyrir norðan..."

Allt í einu er frásögn úr barnæsku orðin alhæfing..Á hverju er þessi "fá-beinn" eiginlega ?? - Magnaður meinhyrningur.

Már Elíson, 18.7.2017 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband