Miklu skárra 1:0 en 2 eða 3:0.

Íslensku stelpurnar sýndu í hinum erfiða leik gegn sterku liði Frakka, að það getur verið til alls líklegt á EM ef þær vinna rétt úr þessum úrslitum. 

Markið kom úr víti, og þá má alveg eins spyrja hvort íslenska liðið átti ekki alveg eins að fá að taka víti eftir franskt brot innan vítateigs í fyrri hálfleik. 

Hinu er ekki að leyna að betra liðið vann, fékk fleiri færi og var tvívegis nálægt því að skora. 

Víkingaklappið og öll önnur umgerð um leikinn af hálfu Íslendinga hefur verið til fyrirmyndar og gefið tilefni til stolts og ánægju. 

Áfram stelpur! Þið eruð á réttri leið og getið þetta!


mbl.is Nístingssárt tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sigtryggur vann!"

"Hljómsveitir og tónlistarmenn, íslenskir sem erlendir, skemmtu á Röðli og auk þess að vera frægur fyrir Helgu á peysufötunum starfaði þar glímukóngurinn Sigtryggur dyravörður Sigurðsson.

Hann varð svo frægur að hljómsveit var skírð í höfuðið á honum og Þursaflokkurinn notaði einnig nafn hans í frægu lagi, Sigtryggur vann!"

Þorsteinn Briem, 18.7.2017 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband