Ekki í fyrsta skiptið og ekki í það síðasta.

Sumir segja að Donald Trump hafi komið með hressandi andblæ inn í steingelda og spillta stjórnmálaumræðu.

Eftir hálft ár í embætti verður vart komið tölu á þau skipti, þar sem hann hefur hraunað yfir áheyrendur sína með því að gera sjálfan sig og sína harkalegu pólitík að algeru aðalatriði við tækifæri þar sem enginn hefur áður tíðkað slíkt. 

Má þar nefna gusuna sem hann lét vaða yfir starfsfólk leyniþjónustunnar þegar hann hélt ræðu af þessu tagi yfir henni strax eftir embættistöku sína. 

Þar var að vísu ekki um að ræða mjög fjölmenna samkomu en öðru máli gegnir um meira en aldargömul milljóna fjöldasamtök ópólistískra mannbótarhreyfinga, sem ávallt hafa rakt ríka áherslu á að halda sig utan við pólitískt vopnaskak.

En enginn ætti að verða hissa á því þótt hann muni halda þessu áfram, svo að skátauppákoman verði hvorki fyrsta skiptið né það síðasta þar sem hann hagar sér svona.

Maðurinn er nefnilega svo sannfærður um ágæti ruddalegrar hegðunar sinnar að hann mun snúa laginu "My way", sem hann lét leika við innsetningu sína í embætti, upp í réttlætingu á hverju einu sem hann gerir.

Raunar var hann dálítið óheppinn í innsetningunni með þann hluta lagsins, sem heyrðist greinilegast í útsendingunni og fjallar um að endalokin séu nærri þegar hann stendur andspænis falli leiktjaldanna í síðasta sinn.  


mbl.is Skátar biðjast afsökunar á Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kennedy var lengi dásamaður af lýðnum en ef maður skoðar verkin þá var Johnson afburðaforseti í mannréttindamálum en aldrei vinsæll

Grímur (IP-tala skráð) 27.7.2017 kl. 23:02

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það má ekki taka það af Kennedy að hann lagði hinn hugsjónalega grunn að mestu mannréttindabótum í Bandaríkjunum allt frá dögum Þrælastríðsins. 

En hann hafði ekki til að bera þá afburða færni stjórnmálaklækjarefsins, sem Johnson bjó yfir. 

Án Johnsons hefðu umbæturnar aldrei komis í gegn, þannig að með því að velja Johnson sem varaforseta lagði Kennedy grunninn að hinu mikla stjórnmálalega afreki Johnsons.  

Ómar Ragnarsson, 28.7.2017 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband