Sveitarfélag í öngstræti.

Það er ekki langt síðan flett var ofan af því hvernig framkvæmdir, umsvif og umhverfisspjöll njóta skipulega vafans við Mývatn í stað þess að náttúran njóti hans eins og Íslendingar hafa skrifað undir í alþjóðlegum sáttmálum. 

Á ýmsa lund hefur verið svikist um og farið á svig við lög og reglugerðir, enda návígið og hagsmuna og kunningjatengsl tegnd því afar mikið. 

Nú er það nýjasta að það stefnir í ósamkomulag um nauðsynlegar aðgerðir í frárennslismálum og er engu líkara en að íbúarnir telji að hægt sé að leysa skólpvandamál vaxandi byggðar án þess að nota skólphreinsunarstöðvar. 

Eða er ætlunin að láta skólpið allt renna í leiðslum svo langar leiðir að enginn sjái hreinsistöðvararnar? 

Þetta virðist vera sveitarfélag í öngstræti varðandi umhverfis- og náttúruverndarmál, engu líkara en að hægt sé að láta allt dankast og neita að horfast í augu við bráðnauðsynlegar aðgerðir til að afstýra stórslysi í vatninu og lífríki þess, sem skapað hefur því þá frægð sem er undirstaða ferðamennskunnar á svæðinu.  


mbl.is Mótmæla skólphreinsistöð í þéttbýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband