Stærsta askjan, líparít,- hrafntinnu,- háhitasvæðið.

Torfajökulssvæðið er öflugasta háhitasvæði landsins auk talsverðs vatnsafls. 

Askjan (caldera) er sú stærsta á landinu, mest af líparíti og hrafntinnu. 

Torfajökulssvæðið eitt og sér tekur Yellowstone, elsta og frægasta þjóðgarði fram.

Það eina sem Yellowstone hefur framyfir Torfajökulsssvæðið hvað varðar jarðfræðilegt gildi, eru goshverinn Gamli tryggur og hverasvæðið Mammuth Hot Springs.

Frægt hrafntinnuhraun í Yellowstone er ca 100 sinnum minna en Hrafntinnuhraunið íslenska. 

Í Yellowstone er enginn Ljótipollur, Jökulgil, Kýlingar, Frostastaðavatn, Rauðufossafjöll, Loðmundur, Torfajökull, Langisjór, Fögrufjöll, Veiðivötn, Eldgjá o.s.frv.

Á svæðinu milli Suðurjökla og Vatnajökuls eru öll þessi örnefni auk Lakagíga, og hvergi í heiminum er að sjá jafnmargar gígaraðir á þurrlendi, raunar er Ísland eini staðurinn með slíkum fyrirbærum.

Risagos eins og Torfajökull um landnám, Eldgjá um 930, Torfajökull um 1480 og Lakagígar 1783, verða með nokkurra alda millibil og því kominn tími á næsta.

Bárðarbunga er talin hafa stjórnað eldvirkni suður í Torfajökul og nú skjálfa bæði þessi fyrirbæri.  

Virkjanafíklar nota sumir þau rök að vegna þess að náttúran sé sífellt að breyta landinu sé sjálfsagt mál að menn geri það líka, - náttúran muni um síðir breyta mestu. 

Svona rök voru slegin út af borðinu í öðrum löndum fyrir hálfri öld en lifa enn góðu lífi hér. 

Um síðustu aldamót varð mikil eftirsókn eftir orku svæðisins í fjölmörgum virkjanatillögum um svipað leyti og verið var að keyra risavirkjanir við Kárahnjúka og á Hellisheiði í gegn.  

Annar eins stórhernaður á hendur náttúru Íslands hefur aldrei verið háður, enda mátti fjárvana náttúruverndarhreyfing sín litils gegn bandalagi ráðandi afla við svæsnustu alþjóðlegu stórfyrirtækin á þessu sviði, sem lofað var í betlibæklingi "lowest energie prizes", lægsta orkuverði heims með "sveiganlegu mati á umhverfisáhrifum."

Eftir að náttúrurverndarhreyfingin hafði verið króuð af í Kárahnjúkamálinu og lá eftir þann stóra slag nær örmagna tókst að smeygja Hellisheiðarvirkjun í gegn með blekkingum varðandi sjálfbærni og hreinleika þeirrar virkjunar og sviknum loforðum um að á meðan á Kárahnjúkavirkjun stæði yrði ekkert svipað aðhafst á Suðvesturlandi. 

Allt fram til ársins 2009 voru líkur á því að stóriðjusinnum tækist að sækja með tæki sín og tól inn á þetta einstæða svæði og virkja þar háhita og vatsnafl í stórum stíl. 

Það hefur að vísu slaknað á þeirri sókn í bili, en samt verður að halda vöku sinni. 

 


mbl.is Sá stærsti var 2,8 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Ómar, mjög góður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.8.2017 kl. 10:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land."

Þorsteinn Briem, 4.8.2017 kl. 11:38

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Finnst þér ekki svo skrautlegt í ofanálag við Hellisheiðarvirkjun þá fái þjóðin að borga 3 kílówött með hverju kílówatti sem virkjunin fær borgað? Er þetta ekki þá 100% endurkræf framlvæmd sem við getum bara lokað og breytt í hótel og stórgrætt? Ekkert óendurkræft náttúruspjall eins og í Kárahnjúkum sem er arðbær framkvæmd?

Halldór Jónsson, 4.8.2017 kl. 12:31

6 Smámynd: Már Elíson

Góð grein Ómar - Takk fyrir það.

P.S. Góð hreinsun hjá þér um daginn á vefnum hjá þér, en þessi vírus er skæður og hefur tekið sig lúmskt upp aftur. - Finn hann ekki á neinum öðrum blokkum, þannig að þetta er skipulögð árás á þig - Frekari hreinsunar er þörf áður en óværan hefur á ný upp sína hatursraust. - 

Már Elíson, 4.8.2017 kl. 13:02

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Um þessar mundir eru þau tímamót hér á síðunni að um tíu þúsund pistlar hafa verið skrifaðir frá upphafi. 

Athugasemdir eru talsvert fleiri og miðað við þennan ógnar fjölda hef ég aðeins hróflað við örfáum þeirra. 

Ég hef nefnilega ekki farið fram á mikið, - aðeins það að fái að framfylgja þeim reglum, sem yfirstjórn á bloggi fjölmiðlnanna felur umsjónarmönnum þeirra bloggsíðna, sem hefur verið úthlutað. 

Ég er aðeins að fara fram á það að útlit, yfirbragð og efni þessarar bloggsíðu minnar sé svipað og á öllum öðrum bloggsíðum hér á blog.is þar sem ríkir jafnvægi á milli þátttakenda og málefnaleg umræða. 

Ómar Ragnarsson, 4.8.2017 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband