Spurt verður að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum.

Undanúrslitin í 100 metra hlaupinu, sem nú eru að hefjast, eru fyrstu úrslitin á svona móti í hlaupasögu Usain Bolt á þessum áratug, þar sem möguleikar eru á því að hann tapi, að sögn Sigurbjarnar Arngrímssonar. Þó telur hann sigur Bolts líklegri en að hann tapi gullinu. 

En enda þótt Bolt yrði 0,02 sekúndum frá því að koma fyrstur í mark í undanúrslitunum var augljóst, að hann slakaði meira á á lokametrunum en nokkur annar í hlaupinu. 

Auðvitað getur Bolt tapað, en hann ætti að hafa nóg spil á hendi til að vinna, ef honum mistekst ekki óvænt.

P.S.

Leikslokin liggja fyrir, hlaupið er búið og tímamót urðu: Veldistíma Bolts er lokið. Vitað var að vísu að hann yrði örlítið seinni af blokkunum en skæðustu keppinautar hans, en hitt kom á óvart, hve hröðun hans fyrstu 30 metrana var lélegri en búast mátti við.

Á þessum metrum tapaði hann tveimur mönnum of langt fram úr sér til þess að geta unnið það upp, þótt skriður hans væri góður síðustu 30 metrana.

Niðurstaða: Aldurinn tekur yfirleitt snerpuna fyrr af íþróttamönnum heldur en úthaldið og aflið. Á sínum tíma tókst Linford Christie að viðhalda snerpu sinni til 35 ára aldurs, en það var þá og er enn, svo fágætt, að segja má að þetta afrek Christies hafi nálgast kraftaverk.

Meðalmaðurinn er á hátindi líkamlegrar og andlegrar getu í kringum 25 ára aldurinn en síðan er hnignunin persónubundin.

 

Sagt hefur verið að hinn vafasami aldur hnefaleikarsins sé 30 ára aldurinn. Höggfastir hnefaleikarar halda þeim eiginleika lengur en öðrum eiginleikum, en ef hraði er þeirra skæðasta vopn, fá þeir minnkun hans harkalega í andlitið, samanber Roy Jones jr.  


mbl.is Bolt af öryggi inn í úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlupu þeir þar Holt og Bolt,
hnignir mjög að aldri,
þrýstiloft og þúsund volt,
í þjóhnapp líktist galdri.

Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 22:20

2 identicon

Er Gatlin Ekki eldri en Bolt?

Eyþór (IP-tala skráð) 5.8.2017 kl. 22:53

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér fannst nú bara gott á áhorfendur að Gatlin skuli hafa unnið.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.8.2017 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband