Örlagavaldur Íslendinga.

Vatnajökull er að sönnu mikilfenglegt náttúrufyrirbæri, sannkölluð kóróna Íslands. En ef aðeins er um að ræða samanburð á ísmassanum einum væri hann skafl einn miðað við risann og nágrannann Grænlandsjökul. 

Grænlandsjökull er meira en 200 sinnum stærri og allt að tífalt þykkari en Vatnajökull og við það að fara einu sinni yfir hann þveran eftir að hafa farið margsinnis þvers og kruss um Vatnajökul kiknar maður í hnjánum af lotningu. 

En þegar þess er gætt að annar af tveimur stærstu möttulstrókum jarðar er undir Vatnajökli með tilheyrandi eldvirkni, stenst Grænlandsjökull ekki samanburð sem einstakt náttúrufyrirbæri, því að þetta samspil elds og íss á sér engan líka, en jökull Suðurskautslandsins er margfalt stærri en Grænlandsjökull.  

Því miður fyrir Íslendinga eru aðeins 285 kílómetrar í loftlínu frá Hornströndum yfir til Grænlands þar sem allt að 3700 metra háir útverðir innan við ströndina gefa 534 metra háu Hornbjargi langt nef. 

Nálægð Grænlandsjökuls hefur mikil áhrif hér á landi. Yfir þessu ógnar íshveli myndast annað mesta háþrýstisvæði jarðar á vetrum, aðeins Síberíuhæðin er hærri. 

Áhrif Grænlandsjökuls eru margþætt. 

Þegar sumar lægðir koma norður með austurströnd eiga þær til að halda áfram til norðurs meðfram vesturströnd Grænlands.

Þar enda þær oft för sína, því að þær komast ekki til austurs yfir jökulinn.

Kuldahjálmur Grænlandsjökuls hefur fleiri áhrif. Fyrir suðvestan Ísland er að meðaltali lægsti meðalþrýstingur jarðar í janúar og afleiðingarnar, umhleypingarnir í janúar og febrúar, eru Íslendingum kunnar.

Enn er að nefna það nýjasta, að ör bráðnun jökulsins flytur mikið magn af köldu, ósöltu og léttu leysingavatni út í hafið við Ísland og þar sem það mætir þungum, söltum Golfstraumnum, flýtur jökulvatnið ofan á Golfstraumnum, sem sekkur sunnar en ella.

Þetta gæti valdið staðbundinni kólnun við Ísland þótt nær alls staðar annars staðar á jörðinni hlýni.

Ekki þarf nema nokkurra metra hækkun sjávar vegna útflæðis hins mikla leysingavatns til að sökkva stórum strandsvæðum á Íslandi og eru stórir hlutar Álftaness og Kvosin, Tjörnin og Vatnsmýrin dæmi um slíkt, að ekki sé talað um strandsvæðí víða um heim þar sem hundruð milljóna manna búa.  

 


mbl.is Vara við hraðari bráðnun Grænlandsjökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa
og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 22:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2013:

"Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda.

Lofthjúpurinn og heimshöfin hafa hlýnað, dregið hefur úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjávarborð hefur hækkað og styrkur gróðurhúsalofttegunda aukist."

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, staðan 2013 - Veðurstofa Íslands


Skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) - Áhrif mannkyns á loftslag eru skýr

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 22:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."

"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."

"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."

"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."

"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."

"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."

"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 22:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.

Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem segja sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.

Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 22:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 22:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.1.2014:

"Árið [2013] var hlýtt og hiti var á bilinu 0,4 til 1,0 stigi yfir meðallagi á árunum 1961-1990.

Hlýjast að tiltölu var austanlands en kaldast suðvestanlands."

"Í Reykjavík var árið það 18. í óslitinni röð ára þar sem árshitinn hefur verið yfir meðallagi og það 15. á Akureyri."

Tíðarfar ársins 2013 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 22:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 22:37

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Síðan 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og er mynd af niðurstöðunum aðgengileg á vefnum.

Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins."

"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu."

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 22:44

11 Smámynd: Már Elíson

Takk fyrir þennan pistil, Ómar  -  Nú hefst hinsvegar baráttan hjá þér aftur..Skítadreyfarinn og spamkonungurinn "steini breim" virðist hafa komist inn með hjólbörurnar fullar af skít, einu sinni enn. - Nú er að hreinsa út óværuna !

Már Elíson, 7.8.2017 kl. 19:35

12 identicon

einhverntíma var vatnajökull kakkaður klofajökull hvernig varð sú nafgift til 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.8.2017 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband