Er Al Jazeera of góð sjónvarpsstöð?

Ég hef áður lýst því hér á bloggsíðunni hve mér fannst vinnubrögð sjónvarpsstatöðvarinnaf Al Jazeera voru fagmannleg og góð þegar eldgosin stóðu í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum. 2011. 

Ég þurfti að eiga samvinnu við á annan tug sjónvarpsstöðva þessi tvö sumur og fannst frammistaða og vinnbrögð Al Jazeera vera í fremstu röð. 

Ísraelska sjónvarpið var með öflugt lið, sem ég kynntist líka vel í samvinnu við það, og það auðveldaði mat á vinnbrögðum og efnistökum Al Jazeera.  

Að sögn íslenskra áhugamanna um sjónvarpsstöðvar víða í heiminum var stöðin afar metnaðarfull frá upphafi og hikaði ekki við að lokka til sín besta sjónvarpsfólk, sems völ var á, meðal annars á bresku stöðvunum, og lagði ekki síður áherslu á það að vera hvorki eftirbátur neinna vestrænna sjónvarpsstöðva í vönduðum fréttaflutningi né almannum efnistökum. 

Erfitt er og raunar ómögulegt að vera dómbær á gjörðir sjónvarpsstöðvar sem stundar jafn viðamikla starfsemi og Al Jazeera.

Kannski hefur stöðinni orðið á í messunni eða farið einhvers staðar út fyrir hina vandrötuðu línu meðalhófsins og óhlutdrægninnar.

En hitt hefur legið fyrir frá upphafi, að margir keppinautar hennar myndu gráta þurrum tárum þótt lagðir yrðu steinar í götu hennar. 

Og ekki er víst að burtför þessarar metnaðarfullu stöðvar yrði almennt til góðs í fréttaflutningi og upplýsingum af vettvangi þeirrar púðurtunnu sem Miðausturlönd eru. 

Er vandséð að aðrar arabískar stöðvar yrðu trúverðugri eða gagnlegri. 


mbl.is Vilja leggja niður Al Jazeera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íhaldsmenn og nýrasistar á skerinu vilja leggja niður RÚV.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.8.2017 kl. 14:40

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Nei Haukur.

Meirihluti landsmanna vill ekki borga í thetta apparat.

Vid erum skyldud, og thad árid 2017 ad borga í thessa hýt.

RUV má vera til fyrir mér. en

thá skulu their sem á thad vilja hlusta borga.

Gott ad geta allaf skrifad allt á nýrasista og íhaldsmenn

thegar thad fellur ekki ad skodunum sumra.

Barnalegt.

Svo einfalt er thad.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.8.2017 kl. 19:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öfgahægrikarlarnir eru vanir að fullyrða hér margt sem er eingöngu þeirra eigin hugarórar og rugl.

Þorsteinn Briem, 7.8.2017 kl. 19:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Þorsteinn Briem, 7.8.2017 kl. 19:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og fjölmargir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Fasismi

Þorsteinn Briem, 7.8.2017 kl. 19:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2013:

Samkvæmt könnun MMR bera 52,3% mikið traust til RÚV en 17,4% lítið traust.

"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík.

Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna."

Þorsteinn Briem, 7.8.2017 kl. 19:40

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2014:

""Þetta hefur verið um hálfur milljarður króna á ári sem ríkið hefur haldið eftir af útvarpsgjaldinu og nýtt í önnur verkefni.

Ef svo væri ekki, og Ríkisútvarpið hefði fengið útvarpsgjaldið óskert, þá dygði það til," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri."

Óskert útvarpsgjald dygði til

Þorsteinn Briem, 7.8.2017 kl. 19:46

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, í umræðum á Alþingi í nóvember 2003:

"Meira að segja harðir einkavæðingarmenn eins og ég geta ekki hugsað sér að einkavæða Ríkisútvarpið.

Það segir allt sem segja þarf um þennan markað þannig að samkeppnin leysir ekki þetta mál, því miður."

Þorsteinn Briem, 7.8.2017 kl. 20:26

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.2.2013:

"Meirihluti Íslendinga er andvígur því að ríkið selji eignarhluti sína í Landsvirkjun, Landsbankanum og Ríkisútvarpinu, samkvæmt niðurstöðu könnunar MMR.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 40,6% fylgjandi því að ríkið selji eignarhlut sinn í Landsbankanum, 22,8% sögðust fylgjandi því að ríkið selji eignarhlut sinn í Ríkisútvarpinu og þá voru 14,7% fylgjandi því að ríkið selji eignarhlut sinn í Landsvirkjun.

Stuðningur við eignasöluna er minni nú í öllum tilvikum en þegar sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan."

Meirihluti Íslendinga er andvígur sölu á Ríkisútvarpinu, Landsvirkjun og Landsbankanum og andstaðan hefur aukist

Þorsteinn Briem, 7.8.2017 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband