Getur leigusali nokkuð skipt sér af gjaldtöku leigutaka?

Almenningur, sem kýs borgarfulltrúa, eru ekki allir kunnugir aðdragandann að því þegar Perlan var leigð einkafyrirtæki. 

Ef nú er að spretta fram pólitískt álitaefni verða þeir sem veita stjórnmálamönnum vald að fá upplýsingar um gang mála frá upphafi fram á þennsn dag. 

Ýmsu spurningum mætti svara:  

Hverjir voru með leigusamningnum og voru einhverjir á móti?

Voru einhver ákvæði í leigusamningnum, sem takmörkuðu rétt leigutaka til gjaldtöku eða annarrar útfærslu á leigunni?

Fleiri spurningar mætti nefna, en að minnsta kosti þyrfti að svara þessum tveimur og síðar fleiri, ef fyrstu svörin gefa tilefni til. 


mbl.is Gjaldheimtan var kynnt í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Verð upp í Hallgrímskirkjuturn:

Fullorðnir: 900 krónur.

Börn (7-14 ára): 100 krónur."

Þorsteinn Briem, 9.8.2017 kl. 18:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Perla norðurs­ins mun hefja gjald­töku út á út­sýn­ispall Perlunn­ar 1. sept­em­ber.

Gjaldið verður 490 krón­ur fyr­ir 16 ára og eldri en frítt fyr­ir 15 ára og yngri, sem og gesti ís­hell­is og jökla­sýn­ing­ar Perlunn­ar."

"Í skrif­legu svari frá Degi [B. Eggertssyni borgarstjóra] seg­ir að skýrt sé kveðið á um aðgengi al­menn­ings að veit­ingaaðstöðunni á fjórðu og fimmtu hæð.

"Þar sem út­sýni er ekki síðra, eft­ir vel heppnaðar breyt­ing­ar á veit­inga­rýmun­um.

Jafn­framt er kveðið á um að öll skóla­börn í Reykja­vík fái end­ur­gjalds­laus­an aðgang að nátt­úru­sýn­ing­unni að minnsta kosti tvisvar á sín­um skóla­ferli," seg­ir í svar­inu."

"Hvet ég reynd­ar alla til að heim­sækja Perluna, skoða þess­ar breyt­ing­ar og fara á þá frá­bæru sýn­ingu um ís­hella og jökla sem þar hef­ur verið þróuð og sett upp.""

Þorsteinn Briem, 9.8.2017 kl. 18:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.3.2016:

"Reykjavíkurborg ætlar að semja við félagið Perlu norðursins ehf. um leigu á Perlunni í Öskjuhlíð en þar vill félagið setja upp veglega sýningu á náttúru Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni.

Perla norðursins sendi inn eina tilboðið þegar auglýst var eftir áhugasömum til að reka náttúrusýningu í Perlunni. Skilafrestur rann út 22. febrúar."

Þorsteinn Briem, 9.8.2017 kl. 18:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.10.2016:

"Við ætlum að umbylta Perlunni og reisa þar stærstu náttúrusýningu landsins," segir Agnes  Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Perlu norðursins.

"Þetta verður sýning í heimsklassa á besta stað. Perlan á að verða eins konar einkennistákn Reykjavíkur - Eiffel-turn Íslands."

Perla norðursins er einkahlutafélag, sem stofnað var í kringum fyrirhugaða náttúrusýningu. Hluthafar í félaginu eru Icelandic Tourism Fund I (ITF1), sem er fagfjárfestasjóður Landsbréfa, Salta ehf., Lappland ehf. og Perluvinir ehf.

Síðasta vor samdi Perla norðursins við Reykjavíkurborg um leigu á Perlunni.

S
amningurinn er til 25 ára og fær Perla norðursins húsið afhent 10. janúar næstkomandi.

Félagið greiðir borginni um 150 milljónir króna í leigu á mánuði eða 2.300 krónur á fermetra."

"Við gerum ráð fyrir að uppsetning sýningarinnar kosti um 1,5 milljarða króna og annað eins mun líklega fara í breytingar á húsinu.

Heildarkostnaðurinn verður því líklega á bilinu 2,8 til 3 milljarðar króna, sem gerir þetta líklega að stærstu fjárfestingu tengdri afþreyingu í ferðaþjónustu hérlendis.""

Á næsta ári verða byggð ísgöng í einum hitaveitutanki Perlunnar.

"Göngin verða um 70 metra löng og er hugsunin sú að þegar fólk gengur inn muni það upplifa hvernig það er í raun að ganga inn í íshelli.

Öll skilningarvitin verða virkjuð. Fólk mun finna fyrir kulda og vindi, geta komið við ísinn og heyrt hljóðin í honum.

Þegar gestirnir koma út úr göngunum koma þeir inn á sýningarsvæði sem helgað er jöklum landsins.

Í Perlunni verður einnig stjörnuver en þar verða þó ekki bara sýndar myndir af himinhvolfinu, heldur einnig helstu náttúruperlum Íslands.

S
umarið 2018 muni sýningin enn stækka þegar sýning tengd flóru landsins og frekari jarðfræði verði opnuð."

Perla norðursins setur þrjá milljarða króna í Perluna

Þorsteinn Briem, 9.8.2017 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband