Gott hjá þeim! Íslenskt rafreiðhjól næst!

Ég var svo heppinn fyrir tveimur árum á geta skoðað lauflétt íslensk hjól og dást að þeim. 

Svo vel leist mér á þau, að nú óska ég þess heitast að þessir kláru menn hanni og framleiði rafreiðhjól, þar sem þyngdin skiptir jafnvel enn meira máli en á venjulegum reiðhjólum, því að orkan og orkugeymdin á rafreiðhjólum er afar takmörkuð ef hægt á að vera að auka drægnina. 

Sem fyrirmynd í útliti og hönnun sting ég upp á erlenda hjólinu Elmoto - tiefeinsteiger og heiti auk þess á íslensk stjórnvöld að taka upp það atriði bandarískra reiðhjóla, að hafa bæði fótahjálp á rafaflinu og einnig handgjöf. 

Íslensk rafreiðhjól með handgjöf - koma svo!


mbl.is Hefja framleiðslu á íslenskum hjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Duglegir og framtakssamir menn. Og heitið "True Grit" er fínt. Bókin True Grit eftir Charles Portis er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2017 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband