Grimmileg en raunsæn krafa til bifhjólamanna.

Hér á síðunni hefur áður verið farið yfir fimm skilyrði fyrir því fyrir vélhjólamann að hann minnki áhættuna á því að vera á vélhjóli úr því að vera tvöfalt lífshættulegra en að vera á bíl í það að vera jafn mikil. 

Fyrstu tvo boðorðin eru mikilvægust og efst:  

Númer 1-2:   Að vera undir neinum áhrifum áfengis á vélhjóli, það er þrefalt hættulegra en að vera undir áhrifum á bíl. 

Númer 1-2: Gerðu ráði fyrir því að enginn bílstjóri sjái þig og að hver einasti bílstjóri geti tekið upp á því að aka á þig. 

Slysið á Suðurlandsvegi í dag er annað alvarlega bifhjólaslysið í sumar, sem verður vegna þess að bílstjóri tekur skyndilega upp á því að taka u-beygju í veg fyrir aðvífandi bifhjólaumferð. 

Er því klassadæmi fyrir hina grimmilegu en raunsæu kröfu til bifhjólamanna. 


mbl.is Ók í veg fyrir 12 bifhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Flestir vélhjólamenn klæðast svörtum fatnaði og hjólin eru oft svört.  Ég held að það myndi bæta öryggi þeirra verulega ef þeir væru í fötum sem sjást vel. Það þarf ekki meira en sýnileikavesti.  

Reiðhjólamenn eru margir hverjir farnir að vera í svokölluðum sýnileikafatnaði, en því miður ekki allir. 


Ágúst H Bjarnason, 13.8.2017 kl. 08:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir með þér með þetta, Ágúst. Það þyrfti að vera vélhjólatíska að vera í sem allra skærasta lit. 

En það er erfitt að hamla gegn alþjóðlegri tísku. 

Það sést best á sumum nýjustu bílunum, þar sem tískunnar vegna er búið að gera gluggana svo litla, að það skapar slysahættu hvað útsýnið er lélegt. 

Ómar Ragnarsson, 13.8.2017 kl. 08:40

3 identicon

Þetta 1 og 2 hjá þér, er bara bull.

Vandamál með bifhjólamenn, er það sama og vandamálið með reiðhjólafólk.  Það ekur hjólunum á milli bíla ... og þar með oftar en ekki, inn í "blind sight" fyrir bílstjórann.

Að sjá hjólreiðamann á götu er reiðarslag ... líka bifhjólafólk.  Það á að taka mun alvarlegar á bifhjóla og hjólreiðafólki en gert er.  Það skal einnig tekið fram, að ég er sjálfur sama fíflið þegar ég ek um á hjóli ... svo þetta á við um mig sjálfan.  En meðan maður kemst upp með þetta, þá gerir maður það ... þannig að þetta er aðallega á höndum yfirvalda, að fylgja ekki umferðarreglunum eftir.

Bifhjól, á að aka ... eins og um bifreið sé að ræða.  Á miðri akgrein, og ekki milli bifreiða.

Þeir eru ófáir, reiðhjólamennirnir hér í Svíþjóð sem látið hafa lífið því þeir líta hvorki til hægri né vinstri og kom askvaðandi yfir götuna, þegar bifreið er í hægri eða vinstri beigju, og fara beint inn í bílinn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 09:01

4 identicon

Svo menn geti tengt punktana og fengið rétta mynd.

Þarna voru á ferð Postular (Bifhjólasamtök Suðurlands) að koma úr heimsókn til Bessastaða þar sem þau voru að hitta Forseta Íslands. 

Sá sem fremstur fór var í sýnileika vesti, einnig voru þeir í "stagger formation" sem er viðurkennd leið til að auka öryggi bifhjólafólks.

Að hjóla á miðju vegar eykur þá hættu sem steðjar að bifhjólafólki. Ökumenn bifreiða verða að átta sig á að þeir deila veginum með öðrum, þó svo þeir séu einir í sínum bílum.

Ávallt skal líta tvisvar þegar þú sérð mótorhjól.

Kær kveðja

Þórður Reyr Arnarson (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 10:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í desember 2015 varð banaslys hjá reiðhjólamanni en þá hafði ekki orðið banvænt reiðhjólaslys síðan árið 1997.

Til samanburðar er heildarfjöldi látinna í umferðarslysum 102 á rannsóknartímabilinu."

Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 - Læknablaðið

Þorsteinn Briem, 13.8.2017 kl. 11:33

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reiðhjólaslysum hefur fjölgað lítillega á rannsóknartímabilinu en fjölgun slysa virðist minni en fjölgun hjólreiðamanna.

Fleiri karlar en konur
leita á sjúkrahús vegna afleiðinga reiðhjólaslysa og meirihluti slasaðra er ungur að árum.

Slysin eiga sér yfirleitt stað á vorin og á sumrin.

Flestir slasast lítið en 3,6% slasaðra þurfti að leggja inn á Landspítala."

Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 - Læknablaðið

Þorsteinn Briem, 13.8.2017 kl. 11:34

7 identicon

Þessi pisstill hjá þér Ómar er alger steypa,,,hvernig getur bíll sem vegur milli 1 og 4 tonn með drukkin bílstjóra verð hættu minni en bifhjól? Og eru nú bifhjólamenn orðnir ábyrgir ef bíll ekur í veg fyrir þá? Þú getur betur en þetta Ómar,, 

Alfreð (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 12:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn gekk af göflunum þegar hluti Hofsvallagötunnar var þrengdur fyrir nokkrum árum með því að mála reiðhjólastíga við gangstéttirnar og bílastæði við reiðhjólastígana, enda eiga götur á þessu svæði ekki að vera hraðbrautir.

Eigendur bifreiða eiga ekki einir götur og vegi og þeir sem aldrei aka bifreiðum á götum og vegum greiða einnig fyrir gerð þeirra og viðhald með sköttum sínum, til að mynda virðisaukaskatti, tekjuskatti og útsvari.

Þorsteinn Briem, 13.8.2017 kl. 12:37

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bjarne. Bíl sem fer í veg fyrir hjólreiðamann í hægri beygju er í órétti og því er það ökumaður hans sem er slysaveldurinn en ekki hjólreiðamaðurinn. Bístjórar eiga að líta í hægri hliðarspegil áður en þeir taka hægri beygju til að athuga hvort það sé óhætt að taka hægri beygjuna vegna hjólreiðamanna eða gangandi vegfarenda. Það getur verið annað ef bíll í vinstri beygju fer í veg fyrir hjólreiðamann en ef það er hjólreiðamaður sem er kemur úr sömu átt og bíllinn þá má spyrja sig að því  hvort ökumaðurinn hafi gefið stefnuljós því hugsanlega hefur hjólreiðamaðurinn bara séð  hann hægja á sér án þess að gefa til kynna að hann ætli að beygja og hjólreiðamaðurinn því ákveðið að taka framúr honum þar sem hann var á minni hraða en hjólreiðamaðurinn kýs að ferðast á.

Sigurður M Grétarsson, 13.8.2017 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband