Mótsögnin í því að "fjölga ekki börnum og spara þannig milljarða."

Nú er nefnt það ráð við þeim vanda að ekki er hægt að fá fólk til að vinna í leikskólum og grunnskólum, að minnka fjölgun barna. 

Krafan um slíkt kemur úr ólíkum áttum og sumir, sem setja hana fram, eru í mótsögn við sjálfa sig þegar þeir eru líka í hópi þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til landsins og koma í veg fyrir að hælisleitendur setjist hér að. 

Því þetta tvennt, að spara opinber útgjöld vegna barna og útgjöld vegna hælisleitenda og innflytjenda mun einfaldlega hafa þær augljósu afleiðingar, að atvinnulíf á Íslandi hrynji saman, fólksflótti til útlanda bresti á og hér verði varanleg og alvarleg kreppa.

Eina leiðin til að fá fólk til starfa í uppsveiflunni, sem ferðaþjónustan hefur skapað, er að borga hærri laun fyrir þessi lágt launuðu störf. Það er ekki flóknara en það.

Það er almennt viðurkennt sem helsta vandamál vestrænna landa, að gamla fólkið verði æ stærri hluti þjóðanna vegna þess að dregið hefur úr fæðingum.

Þeir, sem vilja draga enn meira úr fæðingum og koma í veg fyrir að hægt verði að manna nauðsynleg störf í þjóðfélaginu, virðast haldnir firringu, sem er ótrúleg á 21. öldinni, tímabili sem kallað hefur verið upplýsingaöld.  


mbl.is „Ekki séns að fá fólk til starfa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Foreldrar eru einnig skattgreiðendur og ekkert óeðlilegt við það að þeir fái greitt fyrir að búa til nýja skattgreiðendur.

Ef þeir ganga ekki í Framsóknarflokkinn.

En auðvitað heldur Sjálfstæðisflokkurinn að öll ábyrgðin og vinnan við að framleiða nýja skattgreiðendur felist eingöngu í stanslausum uppáferðum.

Og þær séu bara tómstundagaman.

Þorsteinn Briem, 13.8.2017 kl. 11:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.

Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."

Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi

Þorsteinn Briem, 13.8.2017 kl. 11:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 13.8.2017 kl. 11:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 13.3.2017:

Þúsundir manna hér á Íslandi, bæði Íslendingar og útlendingar, misstu vinnuna vegna Hrunsins hér haustið 2008.

Þúsundir útlendinga höfðu þá verið að byggja íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu og þeir fluttu úr landi ásamt þúsundum íslenskra iðnaðarmanna.

Þúsundir manna hér á Íslandi misstu einnig íbúðir sínar og urðu gjaldþrota.

Íbúðir voru því tiltölulega ódýrar hérlendis mörgum árum eftir Hrunið og því ekki mikill vandi fyrir ungt fólk að kaupa íbúðirnar ef það hafði til þess fjárráð, sem það hafði yfirleitt ekki.

Og þúsundir manna fluttu úr landi vegna lágra launa hérlendis.

Til að hægt sé að reisa hér ný íbúðarhús þarf að flytja inn vinnuaflið og það þarf einnig að búa einhvers staðar.

Og nú starfa hér aftur þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér öllum gjaldeyrishöftum á morgun.

Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.

Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.

Nokkur ár tekur að hanna og reisa íbúðarhúsnæði, enginn skortur er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík í mörgum hverfum borgarinnar og hér býr einungis rúmlega helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 13.8.2017 kl. 12:08

5 identicon

Það er ekkert samasemmerki á milli innflytjenda og hælisleitenda.

Til Íslands geta 500.000.000 flutt án þess að fá til þess leyfi.

Ekki að ég þykist sérstaklega sterkur í íslenskunni en orðið "fækka" er miklu hljõmfegurra en skrípahugtakið "minka fjölgun".

Bjarni (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 14:59

6 identicon

"minnka fjölgun barna" man ekki eftir að hafa séð aðra eins ambögu hjá þér

Manni dettur helst í hug að blanda eigi einhverju í vantið til að draga úr sæðisframleiðslu

Grímur (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 15:30

7 identicon

Að "minnka fjölgun barna" er engin ambaga, þótt frekar óheppilegt. En að "fækka" börnum merkir allt annað. Talað er um fjölgun mannkyns, um mannfjölgun. Að takmarka barneignir, takmarka fjölgun barna kæmi til greina.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 17:27

8 identicon

Það að vilja fækka barneignum vegna þess að það vantar leikskólakennara er eins og að vilja höggva af sér fótinn vegna þess að mann vantar skó. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að barneignir eru forsenda þess að þjóðin hafi framtíð. Því er fráleitt að hefja áróður fyrir því að fækka barneignum þegar við erum þegar komin niður í 1.7 börn á hverja konu (sjálfbær stofn þarf að minnsta kosti 2.1). Réttara væri því að auka barneignir.

Hvað snertir leikskólakennara er nauðsynlegt er að breyta þeim reglum sem lúta að launum, svo að það sé hægt að hækka laun þeirra nægilega mikið og/eða að gera ekki þá fráleitu kröfu að þeir eyði 5 árum ævi sinnar í starfsnám.

Né heldur get ég talið það eðlilegt að tengja þetta saman við takmörkun á innflytjendastraum, enda er auðvelt að sjá að aukinn innflytjendastraumur veldur aukinni félagslegri og menningarlegri spennu sem börn gera ekki. Það er í raun ósæmilegt að tvinna þessu saman og er ódýr og undirförul brella, væntanlega til þess fallin að menn sem eru ekki gengnir af vitinu telji sig neydda til þess að benda á þessa augljósu punkta, svo að það megi síðan æpa á þá "öbö útlendingahatur" eða eitthvað þvíumlíkt bull.

Að lokum má benda á að svona kerfi - að fækka barnseignum og auka innflytjendastraum - er ekki sjálfbært. Auðvitað verður landið að geta borið sig. Þetta er hin mesta lágmarkskrafa: að þurfa ekki að ætlast til að önnur lönd framleiði börn og ali þau upp til þess að flytja þau hingað til starfa á láglaunum svo að vissir hérlendir aðilar geti orðið ríkari. Þetta gildismat er afleiðing þess að láta allann sinn hugsunarhátt snúast um skítugann aurinn og meta ekki samfélagið, sjálfsýmindina eða landsmenninguna til neins.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 14.8.2017 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband