Henda fyrst göllunum úr bandarísku stjórnkerfi.

Sá forsetaframbjóðandi, sem í tvísýnum kosningum tekst betur að spila á gallana í kjörmannakerfinu í bandarískum forsetakosningum, verður sigurvegari, þótt hann hafi allt að þriggja mílljón atkvæða minna fylgi en keppinauturinn. 

Þetta gerði Donald Trump, en hjá Hillary Clinton vantaði ekki viljann til þess.  

Möppudýr og burokratar í stjórnkerfinu í Washington hafa ekkert umboð frá bandarískum kjósendum til að "henda Trump út úr Hvíta húsinu", sama hversu mikið þjóðþrifaverk það væri.

Nær væri að stofna til samtaka um að lagfæra á lýðræðislegan hátt meingallað stjórnmálakerfi Bandríkjanna áður en gallar þess og spilling stjórnmálanna leiða til frekari ófara en orðið er.  

 

 


mbl.is Reyna að henda Trump út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þess vegna voru demókratar svona sigurvissir...http://www.nationalreview.com/article/450413/election-fraud-registered-voters-outnumber-eligible-voters-462-counties

GB (IP-tala skráð) 14.8.2017 kl. 05:00

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver ert þú Ómar Ragnarsson þess umkominn til að setja Bandaríkjum Norður-Ameríku nýja stjórnarskrá? Hvaðan kemur þér allt þetta vit?

Halldór Jónsson, 14.8.2017 kl. 08:44

3 identicon

Ef Ísland gerðist aðili að ESB þá fengi þjóðin 0,5 þingmenn á Evrópuþinginu ef hausatöluvægi réði. Ísland myndi aldrei ganga í ESB á þessum forsendum frekar en mörg fámenn ríki Bandaríkjanna yrðu sátt í ríkjasambandinu. Það er hægt að leggja margt annað til heldur en bara hausatölur, t.d. auðlindir, land og landhelgi. Ríkjasamband gengur ekki út á hausatölu heldur lönd/ríki og lönd/ríki þurfa rödd til að vinna að og verja sína hagsmuni. Megum ekki gleyma því að Bandaríkin eru samansafn ríkja eins og ESB þykist vera líka.

Nafni (IP-tala skráð) 14.8.2017 kl. 09:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 09:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 09:23

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 09:24

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 09:25

8 identicon

altaf skemtilegur þessi prósentureikningur. 80%  af hverju. ekki til þess enn að 80af lanbúnaðar reglum sambandsins sé kominn í kög hérlendis, steini briem. en um efni máls meinfallað stjórnkerfi b.n.a held varla. kerfið ver sig försetinn ræður ekki eitn. al cor tapaði með dómaraúrskurði. eflaust hefði veröldinn orðið öðrvísi hefði hann unnið rnn ekki breitum við söguni ný og bætt stjórnarskrá mun breita litlu menn fynna bara leyðit frammhjá jostirnir við stutta syjórnarskrá er að það eru færri leðir til að mistúlka hana. menn skrifa stór lög en þurfa siðan stöðuky að vera stagbæta þau einfaldleikin er bestur bæði í lögum og stjórnarskrá 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.8.2017 kl. 09:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bretland er sjálfstætt ríki sem getur sagt sig úr Evrópusambandinu, enda er sambandið ekki eitt ríki.

K
alifornía er hins vegar ekki sjálfstætt ríki sem getur sagt sig úr Bandaríkjunum.

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 09:51

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

Og íslenskir sauðfjárbændur lepja dauðann úr skel.

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 09:54

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 09:57

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að stórauka útflutning héðan frá Íslandi á fullunnum landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.
1
Það á einnig við um fullunnar sjávarafurðir, þannig að atvinna í fullvinnslu í þessum greinum eykst hér á Íslandi með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

10.10.2011:


"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 10:01

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.12.2016:

"Brúnegg hafa verið staðin að því að blekkja neytendur um árabil til að kaupa "vistvæn" egg frá hænum sem fyrirtækið sagði njóta "umhyggju og ástar", á sama tíma og Matvælastofnun hafði ákveðið að loka fyrirtækinu vegna ítrekaðra og langvarandi brota á reglum um dýravernd og matvælaframleiðslu.

Brúnegg uppfylltu aldrei skilyrði um vistvæna framleiðslu þrátt fyrir markvissa markaðssetningu þess efnis."

Það er nú allt "matvælaöryggið" á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 10:24

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.9.2015:

"Ekkert svínabú sem Matvælastofnun heimsótti í fyrra uppfyllti kröfur um lágmarksstærð bása.

Þrengsti básinn var innan við 50 cm breiður.

Dýralæknir hjá Matvælastofnun segir að myndir frá íslenskum svínabúum sýni dýraníð."

Þrengsti básinn innan við 50 sentímetra breiður

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 10:41

15 Smámynd: Mofi

Ómar, ég held að þú hafir ekki hugsað mikið út í þetta: https://www.youtube.com/watch?v=LXnjGD7j2B0

Mofi, 14.8.2017 kl. 11:22

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 12:02

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 12:08

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 14.8.2017 kl. 12:09

19 identicon

ef bara helmíngurinn hjá steina briem væri réttur mindu stórfyrirtækki koma nú í röðum við vitum ekkert hvernig þróuninn verður ef geingið verður í evrópubandalagið 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.8.2017 kl. 17:57

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hlýt að eiga rétt á því, Halldór Jónsson, að vitna í og taka undir þá skoðun margra, að það sé galli á lýðræði í forsetakosningum að telja ekki atkvæðin beint upp úr kössunum og fá út heildarsummu heldur vera með fyrirkomulag sem gerir það kleyft hvað eftir annað að sá frambjóðandi, sem hefur ekki fleiri atkvæði sé samt kjörinn. 

Ómar Ragnarsson, 15.8.2017 kl. 02:10

21 Smámynd: Mofi

Ómar, endilega reyndu að koma með mótrök gegn því sem kemur fram hérna: https://www.youtube.com/watch?v=LXnjGD7j2B0

Mofi, 15.8.2017 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband