Góðviðrið getur lumað á efniviði fyrir veðurbreytingu.

Í gær var einmuna veðurblíða um mestallt land. Það var logn og heiðríkja allt frá Faxaflóa með Snæfellsjökul við sjóndeildarhring austur, suður og norður um til ysti nesja austanlands. 

Veðurspástofur settu stórar heiðríkjusólir á spákort sín fyrir daginn í dag, sem samkvæmt því yrði jafnvel enn betri en dagurinn í gær. 

En í leyni lágu ákveðin áhrif af góðviðrinu, sem byrjuðu strax að koma fram í gærkvöldi þegar mjó þokubönd fóru að myndast utan í Esjuhlíðum. 

Þessi þokubönd mynduðust vegna kólnunar loftsins þegar sól var komin lágt á loft. 

Þá kom í ljós að hinn mikli sólarhiti dagsins hafði haft í för með sér uppgufun á raka, sem byrjaði að þéttast þegar sólar naut ekki lengur og loftið kólnaði. 

Eftir að sol var sest óx þetta þokulag hratt og í morgun var alskýjað á landinu og mjög lágskýjað eða jafnvel þoka víða. 

Það er minni hætta á þessu fyrirbrigði um hásumarið en er núna, þegar sólar nýtur ekki í sjö klukkustundir á hverri nóttu.  Hitinn hrapaði niður í 6-8 stig sums staðar. 

Nú hefur að vísu rofað hressilega til á norðausturhálendinu og Héraði, en ennþá er til dæmis lágskýjað á Akureyri og í uppsveitum á Suðurlandi. 

Allar áætlanir um að nýta daginn vel til kvikmyndatöku- og ljósmyndatöku ruku út í veður og vind, - einkum vegna þess, að of mikill hluti dagsins hafði orðið ónothæfur og að það þurfti að vera sæmilega öruggt um að komast til baka til Reykjavíkur úr heiðríkjunni eystra ef farið yrði í þennan leiðangur. 


mbl.is Spá 18 stiga hita í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband