Einhverjir héldu að það þyrfti að klæða Hornstrandir með lúpínu.

Eftir að byggð lagðist af á Hornströndum og sauðfé var þar ekki lengur, hefur allur gróður tekið svo hraustlega við sér að það er hreint ótrúlegt, miðað við það að þetta svæði er annað af þeim tveimur svæðum á Íslandi, sem er á nyrsta útkjálka. 

Þess vegna þurfti að segja mér það tvisvar að í Fljótavík þurfi að verjast ágangi lúpínu, sem einhverjir héldu að vantaði þar líkt og er á Mýrdalssandi.  

Fljótavíkin er umvafin svo miklu náttúrulegu blómskrúði og gróðri í því, að aðdáun og undrun vekur. 

Svipaða sögu var að segja í þeim víkum öllum, sem ég kom í þegar ég gerði sjónvarpsþáttinn "Eyðibyggð" fyrir tæpum 40 árum og ekki hefur gróðurinn minnkað síðan þá. 

Lúpínan er hið mesta þarfaþing þar sem hún á við, en það er frekar í ætt við trúarbrögð og hömluaust trúboð en heilbrigða skynsemi hvernig sumir hafa tekið lúpínuna svo hraustlega upp á arma sína, að það séu engin takmörk fyrir því hvar þurfi að sá henni og útbreiða hana. 


mbl.is Raski ekki lífríkinu á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Algerlega sammála Ómar. Vilja menn virkilega sjá Emstrurnar, Landmannalaugar og Lakagígana þakta lúpínu. Og til hvers?  Hef lúmskan grun um að talsvert sé um að menn séu berandi lúpínufræ inn um allt hálendið.  Hræddur er ég um að vinsældir Íslands hjá t.d. erlendum ljósmyndurum ásamt öðrum túristum myndu stór minnka ef Ísland yrði bara grænt á litinn með hvítum skellum því seint verður líklega hægt að sá lúpínu í jöklana.

Þórir Kjartansson, 26.8.2017 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband