Eru Færeyingar sjálfstæðari en við?

Þjóðirnar sem byggja þrjár eyjar í Norður-Atlantshafi, eiga það sameiginlegt að hafa fyrr eða nú verið hluti af sambandsríki ásamt Danmörku. 

Íslendingum tókst að tryggja óskorað fullveldi sitt 1918, þótt nokkur ár tæki í samræmi við samning við Dani þar að lútandi að færa dómsvaldið inn í landið, stofna landhelgisgæslu og taka við framkvæmd utanríkismála.

Samningurinn 1918 tryggði rétt okkar til að stofna lýðveldi 1944 og rjúfa konungssambandið við Dani.

Færeyingar og Grænlendingar hafa hins vegar hikað við það að feta í fullveldisfótspor Íslendinga.

Það væri efni i ritgerð eða grein að upplýsa um slæma framkomu Dana að mörgu leyti við Grænlendinga allt til þessa daga. Þó fengu Grænlendingar að ákveða það sjálfir að standa utan við ESB.

1952 færðu Íslendingar út landhelgi sína og Bretar hófu aðgerðir sem miðuðu að því að svelta Íslendinga fjárhagslega til uppgjafar.

En þrátt fyrir að Kalda stríðið væri í algleymingi og utanríkismálum okkar stjórnaði einn staðfastasti talsmaður NATO og bandaríska varnarliðsins hér, tóku Íslendingar skilyrðislausu tilboði Rússa um viðskiptasamninga sem tryggðu okkur lífsbjörg og sigur í fyrstu landhelgisdeilunni.

1952 stjórnaði Jósef Stalín enn Sovétríkjunum með harðri hendi fjöldamorðingja og alræðiskúgara.

Engu að síður tóku Íslendingar drengilegu tilboði Rússa fegins hendi og báðir aðilar stóðu við sitt upp á punkt og prik.

Þótt einn og einn teldi Rússa aðeins vera að reyna að reka fleyg á milli NATO-þjóða með því að koma Íslendingum til hjálpar, varð þess aldrei vart í viðskiptasambandi ríkjanna sem stóð í tæp 40 ár, að Rússar nýttu sér aðstöðu sína til að hafa áhrif á utanríkisstefnu okkar.

Nú ber svo við að í vestrænu samstarfi í gegnum NATO og ESB setja þessi bandalög viðskiptabann á Rússa vegna endurheimtar þeirra á Krímskaga, sem Nikita Krústjoff færði einhliða yfir á forræði þáverandi Sovétlýðveldis, Úkraínu.

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um þennan gjörning, sem var byggður á mikilli skammsýni og grunleysi um það að Sovétríkin kynnu að liðast í sundur.

Rússar fórnuðu 54 þúsund hermönnum í Krímstríðinu um miðja 19. öld til þess að halda mikilvægum völdum yfir skaganum og milljónum mannslífa var fórnað í Síðari heimsstyrjöldinni til þess að verja skagann fyrir árás herja Hitlers og ná honum aftur úr klóm fasistanna.

Öllum má ljóst vera sem líta á landakort, að Krímskagi hefur svipað gildi varðandi öryggishagsmuni Rússlands og Flóridaskagi og suðausturríki Bandaríkjanna fyrir Bandaríkin.

Þegar sú staða virtist vera að koma upp að eftir valdarán í Úkraínu færðist landið inn í ESB og NATO, brást Vladimir Putin við með því að segja: Hingað og ekki lengra.

Honum reyndist ekki erfitt að fá Krimverja til að færa sig undir Rússland á ný án þess að vitað sé að um mikla andstöðu Krimverja eða andóf sé að ræða. Árin 1954-2014 hafa verið undantekning frá því að skaginn sé rússneskt land og rússneskt áhrifasvæði síðustu aldirnar.

Þó höfðu Krimverjar ekki sloppið við grimmdarverk Stalíns frekar en önnur Sovétlýðveldi.

Færeyingar komu sér hjá því að taka þátt í efnahagþvingunum gagnvart Rússum þótt þeir séu i sambandsríki með Dönum.

Íslendingar létu sig hins vegar hafa það að láta færa sig nánast sjálfkrafa inn í aðgerðir, sem bitna hlutfallslega langharðast á okkur.

Stóru vestrænu fyrirtækin, sem hafa hag af því að maka krókinn í samvinnu við Rússa á viðskiptasviðinu, höfðu sitt að mestu eða öllu á hreinu og láta sig litlu skipta þótt lýðræði sé veikt í Rússlandi

Stóru bílaframleiðendurnir og Rússar eiga sameiginlega hagsmuni, sem eru látnir ósnertir á sama tíma og miklir hagsmunir Íslendinga eru lítils metnir.

Angi af því er vandi íslenskra bænda. 

Að þessu leyti vaknar spurningin hvort Færeyingar séu stundum sjálfstæðari en við.

Og hvort við séum ekki þegar búnir að fórna það miklu fyrir aðra að komið sé mál að linni.    


mbl.is Færeyjar vilja fríverslun við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Færeyingar komu sér hjá því að taka þátt í efnahagþvingunum gagnvart Rússum þótt þeir séu i sambandsríki með Dönum."

Færeyjar og Grænland eru einfaldlega í danska ríkinu eins og Ísland var áður en það varð sjálfstætt ríki 1. desember 1918.

Evrópusambandið er hins vegar engan veginn eitt ríki, enda eru hvorki Færeyjar né Grænland í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 16:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá 1. desember 1918 voru Danmörk og Ísland tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama kóng.

Færeyjar og Grænland eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur.Færeyjar og Grænland eiga bæði tvo þingmenn á danska þinginu, Folketinget.

"Folketinget består af 179 medlemmer valgt for maksimalt fire år. Heraf er to valgt på Færøerne og to valgt på Grønland."

"Dagens rigsfællesskab er et uofficielt begreb der ikke nævnes i nogen lov.

Det er ikke et samarbejde mellem flere ligestillede enheder sådan som det britiske Commonwealth eller den gamle union mellem kongerigerne Danmark og Norge.

Det er heller ikke en forbundsstat."

Ísland hefur verið fullvalda og sjálfstætt ríki frá 1. desember 1918 og fékk nýja stjórnarskrá samkvæmt því árið 1920.

Og á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904.

Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 16:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 16:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 16:17

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ja.😆

Ragna Birgisdóttir, 28.8.2017 kl. 16:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Færeyjar og Grænland hafa árlega fengið gríðarháa styrki frá Danmörku.

"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."

"About half of public spending on Greenland is funded by block grants from Denmark which in 2007 totalled over 3.2 billion kr.

Additional proceeds from the sale of fishing licences and the annual compensation from the European Union represents 280 million DKK per year."

Og "færeyska krónan" er bundin gengi evrunnar.

"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."

Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 16:37

7 identicon

Já, Færeyingar eru sjálfstæðari að því leyti að þeir eru hvorki innan vébanda ESB né EES. Auk þess hafa þeir enga ráðherra eins og dugleysingjann og laumu-ESB-sinnann Gunnar Braga.

Og ég má til með að bæta við: Krímskagi hefur tilheyrt Rússlandi síðan 1783. Úkraínumenn hafa alltaf verið í miklum minnihluta af íbúum (í dag minna en 15%) og eiga ekkert tilkall til skagans. Það var rétt af Putin, sem vel að merkja nýtur mikilla vinsælda á Vesturlöndum meðal föðurlandsvina, að taka héraðið aftur. Það að Krútsjoff hafi á táknrænan hátt gefið heima"lýðveldi" sínu (Úkraínu) Krímskaga meðan Úkraína var enn innan Sovétríkjanna hafði ekkert lagagildi eftir að Úkraína fékk sjálfstæði. Í dag er Úkraína í mikilli tilvistarkreppu eftir að hafa veðjað á rangan hest.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.8.2017 kl. 19:51

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Okkur skortir ekkert á formlegt sjálfstæði og fullveldi, Ómar, en við erum sannarlega með ósjálfstæð, gunguleg stjórnvöld í formi Bjarna Ben. og félaga, hvort sem samstarfsflokkar hans eru Framsóknarflokkur, "Viðreisn" eða "Björt framtíð"!

Ég tek heils hugar undir orð þín um Krímskagamálið, vel metið og mælt.

Ráðherrar okkar eru að skaða Ísland, útveginn og bændastéttina með auðsveipni sinni við Evrópusambandið í Krímskagamálinu, áhrifin m.a. þau, að nú þrengir kannski meira að sauðfjárbændum en alla tíð frá Móðuharðindunum. En þessi harðindi eru manngerð og m.a. búin til í alþingiskosningum, þegar menn nenna ekki að kjósa af fullu viti og ábyrgð, hugsandi um þjóðarhagsmuni fremur en gamla flokkinn sinn.

Evrópusambandið var fyrir nokkrum dögum að lýsa Úkraínu "öruggt svæði" (friðarsvæði), nema hvað það gerði undantekningar um Donetesk-hérað, Lugansk-hérað og Krímskagann. En þó er vitað, að friður hefur ríkt á Krímskaga frá 2014 og að yfirtakan var án mannfalls. Af hverju er þá Krímskagi ekki "öruggur"? Stendur kannski til að gera innrás á hann; er verið að vara rússneska fólkið þar við því?

Jón Valur Jensson, 28.8.2017 kl. 20:42

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Pétur D. Krím hefur tilheyrt Úkraínu síðan landamærin voru ákveðin við fall Sovétríkjanna árið 1990 (þar á undan með færslu árið 1954, sjá neðar). Það sem þú heldur fram er ekki rétt og ekki í neinu samræmi við staðreyndir. Ólögleg herseta Rússlands á Krímskaga er það sem hún er, ólögleg og í andstöðu við öll alþjóðalög.

Árið 1954 ákvað þáverandi Sovétríki að færa Krím til Úkraínu með lögboði og sú færsla var samþykkt þegar núverandi landamæri voru dregin upp. Þar að leiðir er herseta Rússlands ólögleg. Það gerir fullyrðingar þínar að lygum og augljóst að þú samþykkir einræði og því ofbeldi sem einræðinu fylgir.

Það kemur mér lítið á óvart að sjá tvo einstaklinga dýrka einræðistakta Pútíns hérna, sá síðari er ekki þekktur af öðru en að dýrka einræði og ofbeldisfullt stjórnarfar.

Færsla Krimskaga til Úkraínu árið 1954 (Wikipedia); https://en.wikipedia.org/wiki/1954_transfer_of_Crimea

Jón Frímann Jónsson, 29.8.2017 kl. 01:27

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Frímann, sem er svo vanur Marxistum í sínu heittelskaða Evrópusambandi (Barroso og öllum hinum: þeim þýzka úr 68-uppreisninni, þeim tékkneska úr KGB-skólanum, þeirri grísku o.s.frv.), opinberar hér, að hann samþykkir alveg einræðisvald hins úkraínska Khrústsjevs sem færði Krímskagann yfir til Úkraínu án þess að virða rússneska, yfirgnæfandi meirihlutann þar viðlits.

En við seinni breytinguna fengu Krímskagamenn sjálfir að velja, hvoru landinu þeir vildu tilheyra. Það mislíkar þessum eintjánungi, JFJ.

Jón Valur Jensson, 29.8.2017 kl. 09:04

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

... eintrjánungilaughing

Jón Valur Jensson, 29.8.2017 kl. 09:05

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

PS. Frímann, var það ekki bara "alræði öreiganna" sem ákvað það að Krímskaginn yrði allt í einu úkraínskur, og er það þá ekki hafið yfir allan efa (umræður bannaðar) og innmúrað til eilífðar eða a.m.k. þar til Úkraína lætur innlimast í Brussel-stórveldið þitt?!

 

Jón Valur Jensson, 29.8.2017 kl. 09:14

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, það er enginn Maxismi í Evrópusambandinu. Heldur eigöngu í hausnum á þér. Í Evrópusambandinu er frjáls samkeppni á markaði samkvæmt ströngum reglum sem koma í veg fyrir að fyrirtæki svindli á neytendum. Auk þess sem að Evrópusambandið tryggir lýðræði í sínum aðildarríkjum og kemur í veg fyrir að réttarríkið verði fjarlægt af íbúum aðildarríkja sinna. Eins og sést núna með Pólland og Búlgaríu, þar sem stjórnvöld með einræðislega tilburði hafa völd núna í umræddum ríkjum.

Landamæri Úkraínu voru samþykkt árið 1990 þegar Sovétríkin hrundu og var það samþykkt af leiðtogum Rússlands á þeim tíma. Pútín sem er ekkert annað en einráður í Rússlandi núna stóð að þessari ólöglegu innrás og það kemur mér lítið á óvart að þú styðjir einræðismenn og leiðtoga sem gefa lítið fyrir lýðræði og frelsi manna. Skráð saga hefur nefnilega staðfest að þú ert veikur fyrir einræðisherrum (sem skjóta fólk í bakið) og það er ljóst að þú Jón Valur Jensson hefur ekkert breyst þó svo að þeir sem þú dáir og styðjir hafi oft á tíðum sent í fangelsi þúsundir manna og myrt í köldu blóði þúsundir manna (Argentína og her stjórnin sem sat þar á 8 og 9 áratug 20 aldarinnar).

Jón Frímann Jónsson, 29.8.2017 kl. 12:40

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evrópusambandið reynir að beita ýmis aðildarlönd sín og jafnvel önnur tengd lönd frekju og yfirgangi, eins og hefur sýnt sig vel sl. áratug, allt frá Grikklandi til Bretlandseyja (bæði gagnvart UK, sem er því á leið út, og Írlandi) og allt til Færeyja og Íslands, já einmitt ekki sízt með hörðum viðskiptaþvingunum gagnvart Færeyingum vegna makrílveiða þeirra, sem eru þó EKKI í ESB-lögsögu! -- og eins gagnvart Íslendingum bæði í makrílmálinu og sérstaklega í Icesave-málinu, en vart má nú nefna það mál í hengds manns húsi Frímannsins, því að hann var einn af predikurum þess, að Íslendingar ættu að borga Icesave-kröfur Breta, Hollendinga og ESB, og var sú krafa þó með öllu ólögvarin!

ESB freistar þess einnig að keyra yfir fullveldis- og stjórnarskrárbundin réttindi bæði Pólverja og Ungverja, en þetta liggur í hinu valdfreka eðli ESB, sem í raun er verið að fela æðsta vald á hendur með inngöngusáttmálum, og ættu menn fyrst og fremst að varast það.

Frímann hefði gott af að hlusta á Pútín-viðtölin í Sjónvarpinu, meðan þau enn eru aðgengileg á Sarpnum þar.

Leiðtogar Póllands og Ungverjalands í dag eru EKKI einræðisherrar, og jafnvel Pútín er það naumast heldur, enda þjóðkjörinn og verður að endurnýja umboð sitt við hverjar nýjar kosningar.

Þá ber loks að nefna, að ég hef aldrei lýst yfir stuðningi við einræðisstjórn herforingjanna í Argentínu eða illræðisverk þeirra, þar sem um 22.000 manns voru drepnir eða "hurfu" (mörgum varpað úr flugvélum í hafið) á árunum 1975-78.

Jón Frímann er óvandaður penni eða tölvupikkari, það má hann eiga greyið, en hann reynir að komast upp með það með því að vera nógu kokhraustur og ófyrirleitinn!

Jón Valur Jensson, 29.8.2017 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband