Ofurtrúin á hinn veldishlaðna hagvöxt.

Helstu auðlindir jarðar eru takmörkaðar að magni. Það eyðist sem af er tekið. Ofurtrúin á hinn veldishlaðna hagvöxt eru sennilega hættulegustu trúarbrögð heims. 

Það er eitthvað mikið að í þjóðfélagi sem býr yfir nægum fjármunum en getur samt ekki þrifist án veldishlaðins hagvaxtar. 

Sé hagvöstur 5% aukast umsvifin svona á 10 árum: 100-105-110-116-122-128-134-141-148-156-164.

Með sama áframhaldi verður talan eftir 20 ár 269 og eftir 40 ár 724. 

Sem sagt, þótt hagvöxturinn sé "aðeins" 5% á ári verður hagkerfið orðið meira en sjöfalt stærra á 40 árum. 

Sé hagvöxturinn 7% líta tölurnar svona út:

Á tíu árum:   100-107-115-123-132-141-151-162-173-185-198.  Hagkerfið hefur tvöfaldast. 

Á 20 árum hefur hagkerfið fjórfaldast. 

Á 30 árum hefur kagkerfið áttfaldast. 

Á 40 árum hefur hagkerfið 16 faldast. 


mbl.is Drifkraftar gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitthvað mikið að í þjóðfélagi sem býr við fólksfjölgun en ekki hagvöxt. Þá er minna til skiptana við hvert starf sem skapast og laun þurfa að lækka. Að sama skapi er það hagvöxturinn sem stýrir öllum launa og lífskjarabótum. Og hagvöxturinn ræður meðalaldri bifreiða, frítíma launþega og gæðum matvæla. Ástandið væri ekki gott ef framleiðsla, heildar launagreiðslur og þjóðartekjur væru þær sömu og þegar Íslendingar voru 100.000.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.8.2017 kl. 12:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendum ferðamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgað mun meira en þeim hefur fjölgað sem dvelja á landinu á sumrin, þannig að fjöldinn dreifist nú mun betur yfir árið en áður.

Það er nú öll skelfingin.

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 13:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2017 (tveim mánuðum áður en Costco var opnað í Garðabæ):

Mesta verðhjöðnun á Íslandi í hálfa öld þegar íbúðaverð er ekki tekið með í reikninginn

 

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 13:37

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú virðist ekki hafa tekið eftir því, Habeinn, að ég er að tala um meiri hagvöxt á milli 5 og 7 prósent, sem er langt umfram fólksfjölgunina.

Ég er ekki að tala um 1-2% hagvöxt í takt við fólksfjölgunina. 

Síðan fimbulfambar þú út frá þínum röngu forsendum hvað þetta varðar.

Nema að þú teljir að 5% fólksfjölgun sé æskileg, en ef fólksfjölgunin væri til dæmis 7% á ári myndu 5 milljónir manna búa á Íslandi eftir 40 ár.  

Ómar Ragnarsson, 29.8.2017 kl. 17:33

7 identicon

Ég tók eftir því, Ómar, að þú talar um hagvöxt á milli 5 og 7 prósent næstu 40 árin, sem er langt umfram það sem við má búast og væri heimsmet ef stæðist. Síðan fimbulfambar þú út frá þínum röngu forsendum hvað þetta varðar. Ég tók eftir því.

Hagvöxtur sem er umfram fólksfjölgunina gefur launa og lífskjarabæturnar. Hagvöxtur í takt við fólksfjölgunina kallar á óbreytt ástand þar sem ekki verða neinar lífskjarabætur. Hagvöxtur sem er undir fólksfjölguninni gefur kreppu og samdrátt.

Við vitum að þú ert á móti öllu sem gefur lífskjarabætur. Gengur um í einhverjum draumaheimi þar sem allir eru hamingjusamir við fjallagrasatínslu kringum torfbæinn sinn. Það er í góðu lagi. En þú ættir ekki að verða svona undrandi þegar allir eru ekki sammála þér og deila ekki með þér þessum draumi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.8.2017 kl. 19:45

8 identicon

2,5% hagvöxtur eins og verið hefur frá tímum Salómons konungs er farsælastur!

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2017 kl. 20:02

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvers vegna má ég ekki nefna dæmi um hagvöxt á borð við þann sem hefur verið í Kína og margir hafa öfundað Kínverja af til að sýna fram á hvert trú á ofsavöxt getur leitt?

Ómar Ragnarsson, 29.8.2017 kl. 22:43

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Á móti öllu sem gefur lífskjarabætur."  Það er nefnilega það. Ég var í hópi þeirra sem árum saman bentu á möguleika ferðaþjónustunnar sem hefur gefið þjóðinni einstakar lífskjarabætur síðan 2011. 

En öll vinna mín við að kynna möguleika íslenskrar náttúru í þessu efni var afgreidd eins og þú gerir nú, Hábeinn, sem "fjallagrasatínslu í kringum torfbæinn sinn." 

Ómar Ragnarsson, 29.8.2017 kl. 22:47

11 identicon

Þú mátt vel nefna dæmi um hagvöxt á borð við þann sem hefur verið í Kína. Þú mátt einnig nefna engan hagvöxt eins og verið hefur í Norður Kóreu. Enginn bannar þér það. En ekki ætlast til þess að allir séu þér sammála í fordæmingu þinni á hagvexti.

Og já, ferðaþjónustan virðist vera það eina sem þér er þóknanlegt. Að skipta um rúmföt og losa kamra eftir útlendinga á lágmarkslaunum eru víst draumastörf í þínum huga, þegar þú ert ekki í fjallagrasatínslunni.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.8.2017 kl. 23:30

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12.6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 23:41

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 23:42

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna

Flugfreyjufélag Íslands

Flugvirkjafélag Íslands

Flugumferðarstjórar í BSRB

Steini Briem, 17.10.2010

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 23:43

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Þorsteinn Briem, 29.8.2017 kl. 23:44

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Launsátursmaðurinn Hábeinn er kominn aftur og við gamalkunnugt heygarðshorn á fulla ferð við að halda áfram að hamast við að gera mér upp skoðanir svo sem að ég sé algerlega á móti hagvexti og berjist gegn betri lífskjörum. 

Ómar Ragnarsson, 30.8.2017 kl. 02:12

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Er til of mikils mælst að lyfta þessu á örlítið hærra plan?" spurði Nóbelskáldið. 

Hér að ofan er alhæft um heila atvinnugrein, þar sem störf þúsunda vel menntaðra starfsmanna svo sem í flugi, samgöngum, leiðsögu, landvörslu, vísindarannsóknum, hönnun margs konar mannvirkja, skipulagningu listviðburða og ráðstefna o. s. frv. eru sett niður á það plan að "losa kamra eftir útlendinga."  

Og Hábeinn/Hilmar einbeitir sér að þessu skítkasti að mér virðist eingöngu á þessari bloggsíðu, líklega vegna þess hve það sé gefandi fyrir hann að velta mér upp úr kamraskítnum. 

Ómar Ragnarsson, 30.8.2017 kl. 02:36

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og raunar að velta útlendingunum líka upp úr skítnum, því að ætla má af ummælunum að Íslendingar þurfi ekki og hafi aldrei þurft á salernum að halda. 

Ómar Ragnarsson, 30.8.2017 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband