Loftið hlýtt í 3000 metra hæð. Óvæntar myndir koma á morgun.

Það var með ólíkindablæ að fljúga frá Mosfellsbæ austur að Þórisvatni og þaðan sem leið lá á Sauðárflugvöll í dag. Heitt loftið yfir landinu náði hátt upp fyrir jöklana og heiðríkja var yfir austurhluta landsins.

Þótt loftmassinn kæmi af hafi úr suðvestri þéttist hann að vísu í lágskýjabreiðu, sem náði austur undir Vatnajökul og að Suðurjöklum, en samt var ekki eins svalt og oft er í þessari vindátt. 

Það var að vísu svolitið mistur yfir austanverðu hálendinu en samt sólbaðsveður á Brúaröræfum, lofthitinn vel yfir frostmarki í 3000 metra hæð og 20 stiga hiti á Sauðárflugvekkum sen er í 660 metra hæð yfir sjávarmáli.

Í svona skilyrðum tekur maður margar myndir, en ég er kominn með afar litla og handhæga tölvu, sem samt er með nógu stórgerðu hnappaborði til þess að hægt sé að beita blindandi fingrasetningu á því 

En þegar ég ætlaði að fara að setja inn sédeilis magnaðar myndir, sem komu mér mjög á óvart, kom í ljós að eitt atriðið til að smækka tölvuna felst í því að ekki er hægt að setja ljósmynda eða kvikmyndakort beint í hana. 

Verður því að nægja að gefa það loforð að áður en dagur er runninn á morgun, komi þessar óvæntu myndir fyrir augu fólks. 

Sem dæmi um bliðuna má nefna, að ég stend við þessa tölvu liggjandi í heitu myrkri á stélfleti TF-ROS sem ég lenti þar fyrir myrkur í kvöld, af því að nyndatökurnar urðu svo tímafrekar að mér seinkaði.

Hér er 12 stiga hiti um miðja myrka nótt og náttúran á erfitt með að hemja sig, því að nú verð ég að fara að hætta að pikka þetta, því að húsflugur þyrpast á bjartan skjáinn á tölvunni hér í logninu. 


mbl.is Heitasti dagur september frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott, Ómar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 00:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í vænginn stígur voða blítt,
vonir þar við bindum,
lævi blandið loftið hlýtt,
lofar engla myndum.

Þorsteinn Briem, 2.9.2017 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband