Myndrænar stórbreytingar í náttúru landsins.

Því var lofað í gær að birta myndir úr ferð eftir endilöngu landinu í gær, og kæmu sumar á óvart. Bárðarbunga. Köldukvíslarjökull

Óvæntustu myndirnar birtust raunar að hluta til í kvöldfréttum Sjónvarpsins nú áðan.

Fyrst sást mynd af Köldukvíslarjökli í forgrunni og Bárðarbungu fjær. 

 

En í gær gat að líta tvo sigkatla í suðurbarmi Bárðarbungu, sem hefur að vísu grillt lítillega í fram að þessu.Sigkatlar á Bárðarbungu

En á flugi yfir svæðið í gær kom í ljós að þeir hafa stækkað það mikið, að nú er hægt í fyrsta sinn að horfa lóðrétt í gegnum ísbreiðu Vatnajökuls þar sem jarðhiti undir jöklinum hefur brætt hann ofan af sér.

Á myndinni sjást Grímsvötn í baksýn, efst til vinstri. 

Fréttina með myndunum er að sjálfsögðu hægt að sjá á Sarpinum í Sjónvarpinu. 

Að horfa beint niður í gegnum þetta ísaða svarthol var líkt og að horfa inn í dyr Vítis. Sigketill í Bárðarbungu

Í viðtali við Þórdísi Arnljótsdóttur minnti Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur á það, að aukin eldvirkni og jarðhitavirkni í Bárðarbunguöskjunni skapaði vaxandi hættu á hamförum. 

Í upphafi fréttar sáust, eins og áður sagði, Köldukvíslarjökull nær en Bárðarbunga fjær, en úr Köldukvíslarjökli, Rjúpnabrekkujökli og Dyngjujökli geta hlaupið stórflóð í Köldukvísl niður í vatnasvæði Tungnaár og Þjórsar og í Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum. 

En áhrifasvæði Bárðarbungu er slíkt, að hið mikla hamfaraflóð niður Skeiðarársand 1996 má skrifa á hennar reikning, þótt gosið kæmi úr Gjálp. 

Innan við ákvörðunarstaðinn Sauðárflugvöll sést vel hvernig hinn mikli listasmiður náttúrunnar Brúarjökull hefur látið stórlega á sjá. Brúarjökull, hopsvæði

Nær allt svæðið næst okkur á mynd hér á síðunni var áður undir þessum stærsta skriðjökli landsins, sem hefur hörfað um meira en 10 kílómetra. 

Í baksýn má sjá Hálslón, Snæfell og Eyjabakkajökul. BISA 1.sept 2017

Og 20 stiga hitinn í 660 metra hæð á Sauðárflugvelli í gær var hluti af örsökum þeirra gríðarlegu breytinga sem hafa orðið og halda áfram að verða á íslensku jöklunum.

Snæfell, hæsta fjallið utan jökla á Íslandi, setur mark sitt á útsýni á þessum hluta hálendisins, 


mbl.is Lengsta brú landsins tekin úr notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Að horfa beint niður í gegnum þetta ísaða svarthol var líkt og að horfa inn í dyr Vítis."

Ómar Ragnarsson hefur sem sagt kíkt inn í Helvíti.

Þorsteinn Briem, 2.9.2017 kl. 20:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 2.9.2017 kl. 20:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."

"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."

"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."

"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."

"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."

"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."

"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."

Þorsteinn Briem, 2.9.2017 kl. 20:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa
og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""

Þorsteinn Briem, 2.9.2017 kl. 20:22

5 Smámynd: Már Elíson

Ómar hefur horft á fordyri helvítis..Háttvirtur, og sérstakur spamkóngur Ómars, st.breim, hefur opnað þessar dyr að heimili sínu, Spamheimum, í mörg ár hér á korkinum hjá Ómari, og er sem helvíti að líta.

Már Elíson, 2.9.2017 kl. 20:55

6 identicon

er þettað ekki vestanlega í dyngjunu nú þekkir maður ekki sögu bárðarbúngu en yfileit eru þettað að maður virðist hraungos, svipað og eyjafallagosið bara í mikklu meira efni ef holurnar eru þat sem ég sínist þær vera eru gjálpargos á leiðinni sem verður vonandi ekki túnármeigin, því þá verða reykvíkíngar með kalt borð um jólinn

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband